15.6.2007 | 19:17
Í lífsins ólgusjó.
Jan er fæddur einhverjum árum fyrir seinni heimstyrjöldina. Hann er háskólakennari, kominn á eftirlaun og við það að skila af sér öllum sínum verkefnum við skólann. Alltaf verið frískur og tók það sem gefið eins og við mörg. Greindist með heilaæxli i febrúar og var strax drifinn i aðgerð. Hún gekk vel, sjokkið kom þegar vefjagreiningin kom viku seinna. Stutt og laggott: "Glioblastom grad. IV, Illkynja". "Enginn meðferð gefur árangur. Þar af leiðandi ekki boðið upp á neina, hvorki lyfja-né geislameðferð" fékk hann einnig að vita stuttu seinna. þessu átti Jan erfitt með að kyngja, fannst hann síður en svo búin með ævistarfið. Átti reyndar eftir það mikilvægasta, byrja að njóta lífsins á eftirlaunum, með frúnni á ferðalagi um heiminn. Það tók nokkrar vikur fyrir þau hjónin að landa þessum upplýsingum, andlega og byrja að hugsa hlutina upp nýtt. Gera ný plön, loka litla fyrirtækinu och vask-númerinu, skrifa erfðaskrá, deila út "óþörfum eigum" og svo framv...
Þegar ég hitti hann aftur i byrjun maí sagði hann nokkuð sem að ég er enn að hugleiða. Hann sagði:
"Veistu, á síðustu vikum erum við hjónin búin að njóta lífsins i samvistum hvort við annað. Við erum búin að fara í leikhús, út að borða og dansa, ferðast njóta lífsins sumarbústaðnum, tala saman .....já og bara VERA saman. Reyndar eru þetta búnar að vera yndislegar vikur. Við erum búin að gera meira saman núna á 5 vikum en við höfðum gert síðustu 5 árin"
Jan er á ferðalagi sem hann vildi ekki leggja upp í og hann ræður ekki hvenær eða hverning hann kemur á áfangastað en hann getur vonandi notið leiðarinnar upp að vissu marki. Vonandi verður útsýnið fallegt sem lengst.
Hvað mynduð þið gera ef þið fenguð úrskurð um að þið ættuð takmarkaðan tima eftir ??
Jan heitir í rauninni eitthvað annað. En ég held að það skipti ekki máli, þið vitið vonandi hvað ég meina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2007 | 23:14
Dásamlegir dagar.
Við erum búin að hafa gaman af lífinu sl. daga. Edda Andrésdóttir, æskuvinkona mín er í heimsókn hjá okkur með Degi syni sínum. Hér erum við búin að njóta þess góða og einfalda sem lífið hefur upp á að bjóða. Gott veður, góðar gönguferðir, góður matur, góður ís/bjór, góðar samræður. En það nú líka bara svo að allt gott verður ennþá betra selskap góðra vina og sérstaklega svona aldagamla vina sem þekkja mann svona inn og út og hægt er að ræða allt við, hreinskilnislega og opið. Vina sem þekkja kosti mans og galla og taka manni eins og maður kemur fyrir. Ég vona að þau hafi haft jafngaman af því að koma í heimsókn eins og við að fá þau.
2.6.2007 | 22:38
Fyrsta faersla.
Sael.
Leidinlegt ad hafa ekki íslenskt lyklabord, svona er thad nú bara. Thetta er nú eiginlega bara prufufaersla. Aldrei prófad thetta ádur.
Sit hér á brádamóttökunni á Sahlgrenska. Er á naeturvakt. Var ad stússast heima um kl. 21.00, thegar thad var hringt. Svaradi símanum dálitid annars hugar og heyrdi thá rödd eins vinnufélaga sem spurdi "hvort ég hefdi gleymt vaktinni?" sem annars byrjar 20.30. Ég sagdi henni satt og rétt frá, ad ég hefdi ekki einu sinni kíkt á vaktaskemad thvi ad mér hefdi ekkt dottid i hug ad ég vaeri ad vinna LÌKA um thessa helgi, eins och thá sídustu och tharsídustu. En thad reyndist vera svo og ég hringdi í leigubíl og var kominn á svaedid um korteri sídar. Bad svo vinnufélagann, sem beid thess ad komast heim eftir dagvaktina afsökunar, thó svo ad ég hafi ordid óendanlega pirrud thegar hún hringdi. Vaktin, og umfram allt thad ad hún skyldi hafa farid fram hjá mér var nátturlega ekki henni ad kenna.
Hafi´di thad gott.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Fjóla Björnsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar