15.6.2007 | 19:17
Í lífsins ólgusjó.
Jan er fæddur einhverjum árum fyrir seinni heimstyrjöldina. Hann er háskólakennari, kominn á eftirlaun og við það að skila af sér öllum sínum verkefnum við skólann. Alltaf verið frískur og tók það sem gefið eins og við mörg. Greindist með heilaæxli i febrúar og var strax drifinn i aðgerð. Hún gekk vel, sjokkið kom þegar vefjagreiningin kom viku seinna. Stutt og laggott: "Glioblastom grad. IV, Illkynja". "Enginn meðferð gefur árangur. Þar af leiðandi ekki boðið upp á neina, hvorki lyfja-né geislameðferð" fékk hann einnig að vita stuttu seinna. þessu átti Jan erfitt með að kyngja, fannst hann síður en svo búin með ævistarfið. Átti reyndar eftir það mikilvægasta, byrja að njóta lífsins á eftirlaunum, með frúnni á ferðalagi um heiminn. Það tók nokkrar vikur fyrir þau hjónin að landa þessum upplýsingum, andlega og byrja að hugsa hlutina upp nýtt. Gera ný plön, loka litla fyrirtækinu och vask-númerinu, skrifa erfðaskrá, deila út "óþörfum eigum" og svo framv...
Þegar ég hitti hann aftur i byrjun maí sagði hann nokkuð sem að ég er enn að hugleiða. Hann sagði:
"Veistu, á síðustu vikum erum við hjónin búin að njóta lífsins i samvistum hvort við annað. Við erum búin að fara í leikhús, út að borða og dansa, ferðast njóta lífsins sumarbústaðnum, tala saman .....já og bara VERA saman. Reyndar eru þetta búnar að vera yndislegar vikur. Við erum búin að gera meira saman núna á 5 vikum en við höfðum gert síðustu 5 árin"
Jan er á ferðalagi sem hann vildi ekki leggja upp í og hann ræður ekki hvenær eða hverning hann kemur á áfangastað en hann getur vonandi notið leiðarinnar upp að vissu marki. Vonandi verður útsýnið fallegt sem lengst.
Hvað mynduð þið gera ef þið fenguð úrskurð um að þið ættuð takmarkaðan tima eftir ??
Jan heitir í rauninni eitthvað annað. En ég held að það skipti ekki máli, þið vitið vonandi hvað ég meina.
Um bloggið
Fjóla Björnsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.