KÆRI JÓLASVEINN...

Sæl öll sömul.

Nú sit ég hér internet kaffihúsi í La Paz.  Ákveðin í því henda hér inn einni færslu þar sem kraftaverkin gerast enn.  Ég gat nefninlega með fikti einu saman komið inn íslensku lyklaborði á tölvugripinn.

Ferðalagið frá Santa Cruz gekk prýðilega.  Fórum þetta á tveimur dögum og gistum í Cochabamba á leiðinni.  Og mikið var ég fegin seinni part fyrri Hæsti punktur.dagsins þegar við fórum að klífa fjallgarðinn  (fyrir þá sem ekki vita þá er Santa Cruz í 300 metra hæð en La Paz í 3600 metra hæð yfir sjávarmáli).  Þá sá maður hitamælinn í bílunum snarlækka á 2 tímum úr 34°C og niður í 14°C.  Þá hættu gallabuxurnar að límast við mann og hægt var að opna rúðuna og anda að sér köldu fjallalofti í þokunni.  Og allstaðar voru Tröll og Álfar í þokunni, amk. sáu Magnús og Daniel þá um hvert fótmál.   Álfarnir voru mun raunverulegri,  þeir voru nefninlega vissir um að háfjallaindíanarnir sem þeir höfðu ekki séð fyrr í návígi væru Álfar. Þ.e. lítið fólk með skotthúfu og  hefðbundnum  úrsaumuðum fötum í öllum regnbogans litum.  Þetta passaði allt saman.  Það er einhvern veginn ekki hægt að skemma svona ímyndunarafl, því eins og og einhver sagði, þá er góð saga alltaf góð, þó  svo að hún sé upp spuni.  Ég er ekki frá því að ferðalagið hafi hjálpað upp á jólaskapið.

Svo settust systkynin niður í fyrrakvöld og skrifuðu jólasveininum bréf og var Sabrína ritari.  Það er svohljóðandi:

Jólin  2008.

Kæri Jólasveinn.

Við, Magnús, Daniel og Sabrína Rosazza óskum þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Okkur langar líka að koma til þín óskalistanum okkar.

Ég Daniel óska mér: Fótbolta, Mathsboxbílakassa, bækur og bíl með sjálfstýringu.

Ég Magnús óska mér: Bát, hund og þyrlu allt með sjálfstýringu. Og Bók.

Ég Sabrína óska mér: Myscene dúkku, skauta FootinMouth, augnskugga Crying og föt.

Bestu kveðjur frá okkur öllum.   Sabrína, Magnús og Daniel.

P.D.  Vertu svo góður að gleyma ekki batterínum.

Kæri Jóli ....

Bara ansi gott bréf.  Reyndar fann jólasveinninn ekki allt þetta sjálfstýrða dót, auglýsingarnar á Disney Channel miða nefninlega ekki við innanlands markað. En hann mundi eftir batteríunum.

Stefnum á heimferð þann 27. des. Þór og Freyja eru nefninlega ein heima.  Trúlega verða þau búin að grafa upp allan garðinn þegar við komum heim, rök moldin er nefninlega ferskari en flísarnar.  Þeim er alveg sama um "elegansinn".

Þannig að við hér "hinum megin"  óskum öllum ættingjum og vinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Bestu kveðjur frá okkur öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki svo slæmur listi til Jóla. Vona samt að hann hafi gleymt augnskugganum í bili ;)

 Vona að þið hafið það gott yfir jólin og að dýraverndunarsinnar lesi ekki bloggið. Þeir Súpa eflaust hveljur vitandi af hundunum einum heima :D

Birna (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 19:48

2 identicon

Gleðileg jól elskulega frænka

Jólaknús til ykkar allra

Fjola Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Birna mín:

Hundarnir eru einir heima, en thad er manneskja sem fer á hverjum degi og gefur theim ad borda og vitjar um eitt og annad. Hvad hélst thu? Jólakvedja.

Fjóla Björnsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:31

4 identicon

Þú sagðir orðrétt : "Þór og Freyja eru nefninlega ein heima" svo ég vissi ekki meir... Hvað veit maður hvað tíðkast í framandi löndum? Hafið það gott í dag. Býst við að þið fáið símhringingu á eftir.

Birna (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 12:34

5 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Bestu jóla- og nýárskveðjur frá okkur Jónínu - og örugglega líka Steinku og Sigfúsi.

Bragi Ragnarsson, 25.12.2008 kl. 14:05

6 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Gleðileg jól.  Kveðja frá Djúpavogi.

Kristján Ingimarsson

S Kristján Ingimarsson, 26.12.2008 kl. 16:27

7 identicon

Kæra fjölskylda.

Gleðilegt nýtt ár og megi næsta ár verða ykkur gæfuríkt.

Kær kveðja

Sigga og co

Sigga, Gunni og Guðjón Darri (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:09

8 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Takk, Takk, takk, takk....sömuleiðis.

Öll sömul.

bestu kveðjur.

Fjóla Björnsdóttir, 31.12.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband