"SLÆM FÆRÐ UM LAND ALLT"

Sæl og blessuð.

Mig langar að sýna ykkur mynd sem er svipuð þeim myndum sem birtast á forsíðum allra blaða hér í dag.  Þetta er vegurinn sem við fórum um fyrir 10 dögum síðan.  Þetta er sem sagt þjóðvegur EITT.  Frá  Santa Cruz til La Paz.  Alveg gullfalleg leið og gaman að keyra hérna um.

tapa

En svona lítur vegurinnn sem sagt út eftir rigningar helgarinnar.  Það er búið að loka veginum í 5 daga, fyrst var sagt í 3 daga.  Mitt verkvit segir mér að þetta verði tæplega lagað á þeim tíma svo vel sé. Myndi frekar giska á 3 til 5 mánuði.  Það er kannski þess vegna sem að svona nokkuð er árviss viðburður.

Mágkona mín og fjölskylda voru með þeim síðustu að komast yfir áður en veginum var endanlega lokað fyrir umferð. Það tók heilan auka ferðadag að komast þarna yfir.

Þetta hefur það í för með sér að í næstu viku verður grænmeti ófáanlegt eða mjög dýrt hér hjá mér og það sama gerist með ávexti og kjöt upp í fjöllum. 

Svo þið sjáið að það er ekki bara blindhríð, snjór og hálka sem gerir ferðalöngum lífið leitt.

Bið að heilsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Guðjónsson

Ég get ekki séð að þessi vegur sé í eitthvað verra ásigkomulagi en vegurinn á milli Uyuni og Pótosí, þ.e.a.s. þegar við keyrðum hann í vor. Þó svo mig langaði til að kasta mér út úr bílnum í vor þá væri ég væri til í að keyra veginn aftur bara í þeim tilgangi að sjá hversu langt þeir eru komnir með hann.

Annars held ég, eins og þú, að það taki einhverja mánuði að lagfæra þetta, á meðan verða þeir bara að grafa í hlíðina við hliðina á veginum, svona eins og venjulega :)

Sigurjón Guðjónsson, 6.1.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Jú, fjandakornið, Sigurjón. 

Munurinn er töluvert mikill.  Þar var þó verið að reyna að koma fyrir undirlagi undir veginn, sem lá nokkurn veginn á jafnsléttu amk. að stærstum hluta.  Þarna er undirlagið hrunið niður fjallshlíðina, þessi þunna sementsklæðning sem þú sérð þarna lá  í álíka hæð og strákarnir sem sitja fremst á myndinni í grænum og rauðum bol. Þar að auki er alveg gríðarlegur umferðarþungi þessu svæði.  Umferð á milli Uyuni og Potosi má líkja við umferðinni á milli Húsavíkur og  Kópaskers á meðan að þetta er svona álíka og ef vegurinn um Norðurárdal hefði farið í sundur. Allir flutningar milli vesturs og austur í landinu raskast.  Það kæmi mér ekki á óvart þó að heimsmarkaðsverð á kókaíni hækki fyrir vikið, þó svo að grænmetishækkun snerti mig meira.

Fjóla Björnsdóttir, 7.1.2009 kl. 11:57

3 identicon

Fjandinn! Allar matvörur eru að hækka, en kókaíninu var nú ekki viðbætandi sko! :P

Birna (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:31

4 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Nei, Birna, skelfilegt ástand, ekki satt?

Fjóla Björnsdóttir, 7.1.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þarna er greinilega verk að vinna fyrir bormenn Íslands.

Sigurbjörn Sveinsson, 8.1.2009 kl. 12:57

6 identicon

Hæ Fjóla mín

Bara að kvtta f. mig. Virkilega gaman að fá að fylgjast með ykkur í gegnum veraldarvefinn. Bið innilega heilsa fjölskyldunni.

Nýárskveðja

Inga frænka og fjölskylda í Kópavogi

Inga Björk (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband