25.1.2008 | 02:46
Santa Claus í Santa Cruz.
Komidi sael.
Fórum á veitingastad í vikunni og á bordinu vid hlidina á okkur sátu eldri hjón sé ég giska á ad séu af thýskum aettum (hér kom mikid ad thjódverjum eftir seinna stríd, sumir theirra voru reynar sendir tillbaka nokkrum áratugum seinna eins og t.d. Klaus Barbie, en flestir eru nýtir thegnar med marga afkomendur í dag). Thad er skemmst frá thví ad segja Sabrína, Magnús og Daniel voru öll alveg handviss um ad thetta vaeri alveg örugglega jólasveinninn. Madurinn var klaeddur í hvítt frá toppi til táar, lítill, théttur med góda vömb, sítt hvítt hrokkid hár og grásprengt rautt alskegg nidur á bringu. Um thetta spunnust miklar umraedur um ad nú vaeri jólsveinninn kominn í sumarfrí eftir mikla vinnutörn, búin ad gefa hreindýrunum ad borda fyrir allann veturinn, nú myndi hann verda hér í sólinni thangad til ad thad faeri ad birta aftur á Nordurpólnum....kannski svona í Apríl. Allt fannst theim thetta bara meira töluverda sens. En svo aetladi Magnús ad fara ad standa upp og spyrja af hverju reidhjólin sem their braedur óskudu sér vaeru ekki enn kominn.... Thá lofadi mamma hans honum ad hún skyldi sjá um thann hluta. Til ad skemma ekki thessa einstöku stemmingu sem tharna myndadist thá gekk ég til mannsins thegar hann stód upp og spurdi hann hvad klukkan vaeri. Kom svo aftur med skýringar frá jólasveininum á reidum höndum.... sagdi ad thetta staedi nú allt til bóta (sem thad og gerir) og allir fóru ánaegdir heim.
Thad er búin ad rigna sídan um helgina. Hengdi út handklaedi á laugardaginn, tók thau inn í dag, enn rök. Ekki búin ad thvo alla vikunna vegna thessa, lidid ordid naerbuxnalaust í dag, thvodi léttari naerföt og viti menn, kom ekki bara smá sólarglenna í 2 tíma, nóg til ad thurrka thad sem ég thvodi, jíbíi. Setti thá aftur í vélinni, gallabuxur, en thá opnadist fyrir sýndaflódid ad nýju. Vonum ad gallabuxurnar thorni fyrir mánadarmótin.
Bak vid húsid okkar er stór lód sem ekki hefur verid byggt á enn. Thar er geysilega stórt og gamlt tré sem ekki er í frásögur faerandi, gefur meira ad segja skugga yfir hádaginn. Á nóttunni versnar samt í thví vegna thess ad tréd er fullt af ledurblökum sem gera hundana brjálada, erum búin ad finna nokkur "lík" af thessum kvikindum í gardinum hjá okkur (ótrúlegar skepnur...mýs med vaengi). Verdum thví ad hafa ljósid kveikt alla nóttina thví ad thad faelir thá í burtu. Madur verdur líka ad hafa í huga ad ledurblökur eru smitberar fyrir hundaaedi svo ad thetta er ekkert gód blanda. Sabrína tekur thetta afskaplega alvarlega og vill helst láta hundana sofa inni. En med ljósid kveikt gengur thetta alveg prýdilega.
Rakst á alveg frábaert skilti á besta golfvelli baejarins um daginn. Var thví midur ekki med myndavél. Thar stód í lauslegri thýdingu. "Varúd krókodílar á brautinni....thar er eins gott ad slá ekki út í skurd.
Kominn med GSM síma fyrir thá sem hafa áhuga. Númerid er: 00-591-773-82922.
Verd ad haetta, thad er verid ad loka internetkaffinu enda klukkan ordinn 23.00 ad stadartíma.
Um bloggið
Fjóla Björnsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert alltaf jafn úrræða góð kæra frænka
Hefði samt verið nokkuð skemmtilegt að sjá Magnús spjalla við jólasveininn, he he he
Bestu kveðjur til ykkar allra :-)
Fjóla frænka (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:38
Sæl kæra fjölskylda!
Og gleðilegt nýtt ár!
Ég var bara að enda við að "fatta" að þið væruð með þessa bloggsíðu og dreif mig auðvitað í að lesa alltsaman og það er frábært að geta fylgst svona með ykkur! Og Fjóla, þetta er bara frábært framtak hjá þér, til hamingju! Það er gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur og að þið hafið það gott. Hjá okkur er það sama, allir hressir og frískir. Við erum búin að fá nýja meðlim í fjölskylduna, lítinn kettling sem fékk nafnið Strumpur, hann er voða sætur.
Við vonum að árið 2008 verði ykkur gæfuríkt ig gott : "Nýtt ár er eins og óskrifuð bók. Skrifum í hana það sem í lok ársins minnir okkur á gleði í stað eftirsjár!" Hafið það sem allra best og knús til ykkar allra!
Bestu kveðjur
Inga Lilja, Einar og krakkarnir og kisi
Inga Lilja (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:47
Sæl verið þið!
Gaman að fylgjast með ykkur. Hafið það gott og gangi ykkur vel.
Gummi
Gummi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:28
Jæja, skype-ið vakti mikla lukku hjá gömlu hjónunum. Dásama tæknina í bak og fyrir frammi í stofu, en treysta sér nú samt ekki enn til að skrifa ykkur línu hér. Það hlýtur að koma með tíð og tíma.
Það stóð ekki á svörum hjá bræðrunum þegar spurt var út í afmælisgjafirnar. Þið kannski kíkið eftir gulum og grænum reiðhjólum þegar þið eigið leið um bæinn
Kveðja Biran
Birna (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:46
Sæl verið þið!
Gaman að fylgjast með ykkur hér, er ekki nógu dugleg að kvitta fyrir mig, en stendur allt til bóta..... Héðan af okkur er allt gott að frétta, allir hressir og kátir, strákarnir mjög ánægðir með snjóinn og kuldann og eru úti á golfvelli að renna sér allan daginn eftir skóla. Á meðan mamman situr með lopna putta og reynir að gera eitthvað í tölvunni :) en hún er búin að fá nóg af frosthörkum hér á fróni og horfir löngunar augum til sólarinnar á Flórida eftir mánuð hahah.
Hafið það nú gott og gangi ykkur vel
Jóhanna Lilja, Elvar, Guðmar Leifur, Ástmar Kristinn og Heiðmar Trausti
Johanna Lilja (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:48
Magnús og Daníel til hamingju með 5 ára afmælið!
Kveðja til Sabrínu og mömmu og pabba.
Fjölskyldan Akraseli 1 (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:40
Tek undir með þeim hér fyrir ofan mig. Óska skæruliðunum til hamingju með daginn. Verð að gera það hérna fyrst ég missti af þeim í símanum áðan
Birna (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:34
Til hamingju með afmælið í gær bræður!
kærar kveðjur til hinna líka
Lauga (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:44
Takk, takk fyrir allar afmaeliskvedjurnar.
Afmaelid gekk bara prýdilega, ákv. ad bjóda theim sem vid thekktum frá gamalli tíd og skyldfólki tengdamömmu sem er ný flutt í baeinn. Alls urdu thetta um 30 manns, börn og fullordnir. Alveg ágaett bara.
Kvedja.
Fjóla Björnsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.