2.5.2008 | 15:53
SKIPULÖGD KAOS.
Komi´đi sćl
Hef lengi ćtlađ ađ skrifa ein pistil um stjórnmálaástandiđ hér en "koksađ" á ţví hingađ til fyrst og fremst vegna ţess ađ ţađ er síđur en svo einfalt mál ađ úrskýra ţau mál á einhvern rökrćnan hátt. Ćtla nú samt ađ reyna.
En fyrst nokkrar sögulegar stađreyndir. Bólivia er eina landlukta landiđ í Suđur-Ameríku, (missti ströndina í stríđi viđ Chile 1890), um 1.000.000 km2 (10 sinnum stćrra en Íslandi ađ flatarmáli). Ţetta land skiptist í u.ţ.b. 2/3 hluta lágsléttu og Amazón svćđi og 1/3 há fjöll og hásléttur, hćsta borg er í 4100 metra hćđ yfir sjávarmáli. Hingađ til hefur 2/3 landsmanna búiđ á háfjallasvćđum ţó ađ ţađ sé nú óđum ađ breytast. Landsmenn eru um 9 miljónir. Langstćrsti hluti ţeirra eru hreinir indíánar eđa beinir afkomendur ţeirra. Stćrstu hóparnir eru Aymara og Quechua índiánar í háfjöllunum og Guaraní indíánar á lágsléttunni. Bólivia og Guatemala eru ţau lönd í Suđur-Ameríku ţar sem hćst hlutfall indíana er hvađ hćst. Ţetta er einnig ţađ land sem nýtur ţess vafasama heiđurs ađ vera taliđ međ fátćkustu löndum í álfunni ásamt Haití og Guatemala. Ekki einu sinni Miđ-Ameríkulöndin Nigaragua og El Salvador sem áttu í borgarastríđi langt fram á 9. áratuginn "skora" jafnhátt á fátćkrarlistanum sem tekur tillit til ýmsa ţátta s.s. ársmeđaltekjum, menntunarstigi ţjóđarinnar og ungbarnadauđa.
Lýđveldi frá 6. ágúst 1825 en nútímalýđrćđi fyrst frá 10. október 1982. Indíanarnir hafa löngum boriđ skarđan hlut frá borđi ţegar kemur ađ skiptingu auđs og valda. ţeir fengu ekki viđurkennd allmenn borgararéttindi fyrr en eftir byltingu sem hér varđ í apríl 1952.
Sagnfrćđingar í álfunni hafa mikiđ velt fyrir sér merkingu ţessa orđs "bylting" (revolution) og hafa sett fram beiđni til stjórnmálamanna, blađamanna og annarra sem taka sér gjarnan ţetta orđ í munn yfir allt og ekki neitt. Ţeir hafa bent á ađ ţađ geti ekki talist "Bylting" ţegar ađ einn hálfviti er felldur af stóli af öđrum hálfvita og ekkert breytist nema ţá kannski helst hver stelur úr ríkiskassanum. Til ţess ađ hćgt sé ađ nota orđiđ bylting ţá verđi ađ koma til "grundvallarbreyting á innviđum stjórnkerfis viđkomandi lands". Skv. ţessari skilgreiningu hafa ađeins orđiđ 3 byltingar í álfunni á sl. öld. Mexikanska byltingin 1911, byltingin sem hér varđ 9. apríl 1952 (synd ađ hún skyldi renna út í sandinn ein fljótt og raun bar vitni) og bylting Fidels Castró og félaga á Kúbu 1. janúar 1959.
Hér á eftir fara nokkrar sögulegar stađreyndir varđandi ástandiđ fyrir fyrrnefnda byltingu:
Allt rćktađ land var í höndum stórra landeigenda. ţeir sáu enga ástćđu til ađ fjárfesta í tćkni eđa öđrum framförum, índíanarnir fylgdu jörđunum og voru öruggt og umfram allt ódýrt vinnuafl. Thessar jardir voru thar ad auki nánast verdlausar á almennum markadi ef vinnuaflid fylgdu ekki med. Ţađ skal tekiđ fram ađ allt ţetta rćktađa land var upp á hásléttunum og dölum ţar sem láglendiđ (Amazón hlutinn) var ennţá ósnert.
Allar námur, en landiđ var á ţessum tíma ríkt, ađallega af silfur- og tinnámum en einnig gullnámum voru í eigu 3 manna, hér í daglegu tali kallađir "Stálbarónarnir" (Aramayo J., Hoschild M. og Patińo S.). Allir höfđu ţeir fjölskyldur sínar stađsettar í Evrópu, Sviss og Englandi. Af ţessum námum voru gríđarlega tekjur sem runnu óskiptar í erlendra banka.
Ađeins um um 10% landsmanna bjuggu í borgum, ekki fyrirfannst nein raunverulega borgarastétt međ neina kaupgetu ađ ráđi. og voru ţađ ađallega handverksfólk smiđir og fl. en einnig fjölskyldur stóru landeigendanna. Sagnfrćđingar hafa bent á ađ eiginleg launţegastétt hafi ekki myndast fyrr en eftir 1952.
Índíánar sem flestir eđa allir bjuggu í sveitum voru upp á náđ og miskunn landeigandas komnir höfđu ekki kostningarétt, eignarétt og höfđu ekki kost á lágmarksmenntun. 90% af ţjóđinni var ólćs og óskrifandi lengi fram eftir. Ólćsi er enn 85% á afskekktari stöđum. Stór vandamálí nútimanum er einnig ađ mörg indíanamálanna eiga ekki skrifmál og margir tala ekki spćnsku, geta ţar af leiđandi ekki lćrt ađ lesa nema lćra spćnsku fyrst.
(Hérna brann tölvan yfir, stadfest af vidurkenndum Hewlett Pacard vidgerdarmanni, afgangurinn med úttlensku lyklabordi).
Í byltingunni 1952 breyttist eftirfarandi.
- Índíánar (og konur) fengu kostningarétt og almenn mannréttininni.
Thá gilti einu hvort fólk kunni ad lesa eda hvort thad taladi spaensku ad einhverju viti. Vil benda á thad ad fólk sem er ekki í neinu sambandi vid umheiminn fyrir utan sitt afskekkta fjallathorp á afskaplega erfitt med ad nýta sér kostningarrétt sinn á vitraenan hátt sem svo eykur líkur á svindli og "manipulasjón" atkvaeda.
- Námurnar voru ríkisvaeddar.
Á theim tímapunkti voru thaer nánast útbrunnar og thad ásamt slaemum rekstri og algjöru falli á heimsmarkadsverdi á tini langt fram á 6. áratuginn gerdu thad ad verkum ad med tímanum urdu thaer adallega byrdi á hinu nýja ríki.
- Skólaganga allra barna óhád kyni og kynthaetti var lögbundinn. Gott mál.
Sá var thó gallinn á, ad enginn sá fyrir ad 8-9 föld fjölgun skólabarna (índíánar voru 80-90% thjódarinnar) krefdi ríkid um baedi aukinn fjölda nýrra skóla og kennara, sem og nýjar kennsluadferdir thar sem faestir hinna nýju nemenda töludu spaensku. Fyrir thessu var ekki innstaeda og menntakerfid var í algjörri upplausn nokkur ár á eftir. Upp úr thessum hremmingum risu svo einkaskólar fyrir börn broddborgara sem hafa vaxid og dafnad á medan ad ríkiskerfid hefur ekki borid sitt barr sídan.
- Stórar Jardir voru gerda upptaekar af staerri landeigendum og fengnar í hendur fólkinu/índíánunum sem bjuggu á jördunum og raektudu landid.
Stóri feillinn sem gerdur var, var sá ad folk fékk engar löggilta pappíra upp á eignarhald á thessum jördum, thví var bara sagt ad svo lengi sem their raektudu jördina thá vaeri hún theirra eign. Jardirnar var hvorki haegt ad selja (til ad koma í veg fyrir ad their "stóru" gaetu keypt thaer aftur) eda vedsetja (tharna er lagaglufa enn thann dag í dag, jardir er EKKI haegt ad vedsetja vegna lagaskorts) Thar med var fólk komid í eins komar "átthagafjötra" og algjörlega upp á sjálft sig komid í fyrsta sinn í margar kynslódir. Enginn landeigandi sem gat bjargad thví a.m.k. um matarleifar.
Faestir áttu kapital til ad byrja ad raekta landid, enga taeknilega hjálp ad fá, uppskera brást (madur faer enga kartöflu uppskeru ef ekki er búid ad setja nidur) og örbyrgdin jókst. Thetta var byrjunin á fólksflótta úr vanthróudun sveitum landsins sem ekki enn sér fyrir endan á. Thar ad auki braut thetta í bága vid fornar lífsvenjur Aymara og Quechua indíána sem voru vanir thví ad vinna saman í einskona "samyrkjubúastíl" thaer sem thorpid (ayllu) allt átti jardirnar í sameign. Thessar lagabreytingar voru teknar beint upp úr Mexikönsku byltingunni 1911 ("Copy/paste") og ekki lagadar ad stadháttum
Thad skal tekid skýrt fram ad thaer jardir sem eru frjósamastar í dag í austurhluta landsins voru ekki inni í thessu "díl". Thar var bara skógur "vatns-, vega-, og rafmagnslaus byggdur ad mestum hluta af aettbálkum sem voru ekki í neinu sambandi vid umheiminn. Thetta á vid um eru 3 sýslur (Santa Cruz, Beni og Pando) Thar/Hérna snúast hjól efnahagslífsins í dag en "menningin" hélt ekki inreid sína fyrir en 1954 thegar vegur var gerdur í fyrsta sinn milli háfjallanna og Sta. Cruz. Althjódaflugvöllurinn Viru Viru var vigdur 1972 og eftir thad fóru hjólin ad snúast í alvöru.
Háfjallasvaedin eru hinsvegar enn föst í fjötrum fortídarinnar.
Held ad ég verdi ad hafa á thessu framhald "ef áhugi er fyrir hendi" komment óskast endilega. Er kominn fram til 1962. Herstjórn kominn á og byltingin ad mörgu leiti runnin út í sandinn.
Heyrumst fljótlega.
Um bloggiđ
Fjóla Björnsdóttir
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ţetta er ćđislegt, hlakka mikiđ til ađ lesa framhaldiđ.
Hafiđ ţađ sem best.
Knús !!!
Fjóla Guđjóns (IP-tala skráđ) 2.5.2008 kl. 16:43
Endilega meira, mjög fróđlegt og áhugavert. Leitt ađ koma ekki međ Sigurjóni, verđur bara seinna. Knús og kossar til fjölskyldunnar.
Nonni og Anna (IP-tala skráđ) 2.5.2008 kl. 21:45
Jú endilega framhald....
Pabbi var ađ enda viđ ađ prenta út allar fćrslurnar af blogginu, í extra stóru textaformi svo ađ amma gćti lesiđ.
Hún var ađ fá ţćr núna, eru hér í mat hún Bjarni, Egill og Teitur.
Svo ný fćrsla verđur ađ koma fljótlega áđur en amma heimtar meira!
Birna (IP-tala skráđ) 3.5.2008 kl. 19:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.