PÓSTHÓLF FYRIR MÖMMU MÍNA.

Komiði sæl. 

Það hefur lengi verið vandamál að koma til okkar pósti þar sem heimilsfangið hljómaði einhvern vegin svona (dálítið fært í stílinn en samt satt!):

Fjóla Björnsdóttir

Mauragötu 8,

6,5 km frá aðaltorginu beint í Norður. Bak við bensínstöð Alí gamla (sem reyndar er búin að selja hana stórri þjónustukeðja). Beygt til hægri við stóra mangótréð það sem trífætti hundurinn liggur þegar ekki rignir.

Santa Cruz, Bolivia.

Það liggur nú eiginlega í augum upp að pósturinn barst seint og illa.   Besta ráðið var að senda jólapakkana til tengdamömmu í La Paz (þar sem sumir hlutir eru þróaðri en hér, m.a. póstþjónusta) og biðja hana svo að koma pökkunum til okkar með DHL.

454705489_436d70ca4c_m

En nú hljómar adressan semsagt svona:

Fjóla Björnsdóttir

Casilla Postal 293

Correo Central.

Santa Cruz, Bolivia.

Mun einfaldara ekki satt.  Ég bind miklar vonir við þetta nýja Pósthólf nr. 293.  Og ég veit að það gerir elsku mamma mín líka.

Bið að heilsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, þá getur hún farið að senda afmælispakkann til Sabrínu án þess að vera alltaf að spá í hvort hann kemst til skila eða ekki

Birna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 25118

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband