HÁLFLEIKUR

Komiði sæl. 

Mér var afskaplega heitt í hamsi í síðustu færslu eins og kannski skein í gengum skrifin.  En þar sem ég vil ekki vera ekki eins og æsifréttamennirnir sem skrifa bara þegar þeir hafa frá einhverju krassandi að segja þá langar mig að segja ykkur að Göngunni sem var efni síðustu færslu hefur verið frestað. Búið er að gefa út tilkynningu um að henni verði frestað til 15. okt.

Verður líklega/vonandi leyst upp og fólk sent til síns heima enda uppskerutími hjá mörgum.  Þetta var skv. nokkuð áræðanlegum heimildum gert að skipun forsetans sjálfs, þess sama og hafði fyrir nokkrum dögum harðneitað að eiga nokkurn hlut að máli varðandi þessa Göngu. 

Ástæðan?  Uppi eru nokkrar kenningar þar að lútnandi.  Menn hafa trúlega umfram allt gert sér grein fyrir að þarna gæti ástandi farið endanlega út böndunum eins og gefur að skilja. Í annan stað voru  skipuleggjendur göngumanna að gera ráð fyrir stuðningi úr verkamannahverfum borgarinnar, sem þeir svo fengu ekki.  Verklýðsforkólfar á svæðinu, þvert á hugmyndir göngumanna, hvöttu fólk til að "verjast með kjafti og klóm" ef til gripdeilda kæmi.  

Chochis2

Öfgaaðstæður að þessu tagi væru líka afskaplega slæmar afspurnar, sérstaklega núna þegar Aðalþing SÞ er samankomið í NY. Þetta er nefninlega umfram allt sálfræðistríð.   En nú getur fólk semsagt andað léttar í bili og það eru að sjálfsögðu góðar fréttir.

Giovanni fór í  að heiman strax í morgun áleiðis í sveitina.  Ætlaði fyrst að þræða nokkrar nálægar bensínstöðvar til að reyna að finna disel.  Hann er með eina tunnu á pallinum  á Hi-Lux-num sem að hann nær stundum að fylla þó ekki sé nema í dropatali.  Krakkarnir komnir í skólann á ný og hlutirnir að komast í daglegt horf.

Heyrumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að það sé aðeins að róast í bili hjá ykkur. En hvernig er það? á ekkert að fara að setja myndir hérna inn, og þá meina ég að öðru en húsum og slíku :) þó þær séu alveg skemmtilegar af og til

Birna (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 25309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband