FYRIR BIRNU MÍNA.

Komið sæl.

Bara nákvæmlega ekkert í fréttum, hvunndagurinn alveg að drepa mann og hitinn líka. Kannski bara einhverskonar spennufall eftir allann æsinginn á fyrri vikum. Sem sagt, engar fréttir eru góður fréttir. 

2647396064_ac28463545_mÞessar myndir hér að neðan eru sérstaklega tileinkaðar Birnu systur minni sem er orðin svo leið á að sjá bara "hús og svoleiðis" á þessari síðu. Gettu nú bara hvað þetta er... enginn hús í mörg hundruð km. radíus og ekkert "svoleiðis" heldur.   Njóttu vel.

Uyuni saltaudnin

Þessar myndir eru stolnar af flickr síðunni hans Sigurjóns Guðjónssonar frænda míns,  ATH.. allur réttur áskilinn.

 

Heyrumst.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég myndi giska á himnaríki ef ég vissi ekki betur :-) 

Hej daa

Fjóla frænka (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:05

2 identicon

Takk fyrir myndirnar ;) Hér virðist allt ætla fjandans til. Veit nú ekki alveg hvort hægt er að segja að ástandið sé eitthvað öruggara hér á Íslandi en hjá ykkur.

 En þar sem ég er byrjuð að koma með kröfur, þá væri voða fínt að fá myndir af kunnuglegum andlitum í næstu færslu ;)

 Bið að heilsa , Birna

Birna (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Sælar frænkur:

Fjóla: 

Himnaríki er umfram allt "state of mind".  Hér eru mörg möguleg himnaríki.

Birna:

Ef þú getur svarað 1 af þessum spurningum játandi þá ertu eitthvað farin að nálgast  samlíkinguna annars alls ekki.

  1. Hefur þú, á sl. viku,  þurft að þræða bensínstöðvar (4 eða fleiri)  til að finna eina sem á bensín til að selja?
  2. Hefur þú, á sl. viku, þurft að sólunda bensíninu í að leita út um allann bæ að gaskútum fyrir eldavélina. Endað svo að kaupa einn á okruverði e. cirka 2 tíma leit.
  3. Hefur þú, á sl. viku,  þurft að spara við þig loftkælingu í bílnum í sólinni í 38 stiga hita til að spara það auka bensín sem loftkælingin útheimtir.
  4. Er skortur á almenningssamgöngum vegna ofangreinds bensínskort.
  5. Hefur komið til tímabundins matvælaskort á sl. vikum vegna óróleika og verkfalla.
  6. Hefur þú, á sl. vikum, safnað 2000 lítrum af vatni  í plastsundlaug og keypt 80 lt. af gosi til að eiga til öryggis að drekka í hitanum.
  7. Hafa skotvopn selst upp í fleirgang vegna ótryggs ástands.
  8. Hefur þú nýlega keypt þér öryggishólf og múrað það inn í vegginn í svefnherberginu. Þetta til að þurfa ekki að geyma peningana þína undir dýnunni þar sem bankanum er ekki treystandi.
  9. Hefur verðbólga aukist um 15% frá áramótum.
  10. Hefur kaupmáttur rýrnað (þessa færðu gefins..).

Þeir sem eru í augnblikinu með þung lán á bakinu, sérstaklega í erlendri mynt eiga óskipta samúð mína.  Róðurinn verður erfiður hjá mörgum amk. eitthvað fram á næsta ár.  Ég myndi hins vegar ekki líkja saman þessu tveimur.

Og varðandi það að fá myndir af kunnuglegum andlitum það er hægt að finna fullt af myndum af jólasveininum á netinu.

 Kær kveðja Fjóla Bj.

Fjóla Björnsdóttir, 2.10.2008 kl. 22:23

4 identicon

Til að koma Birnu aðeins til hjálpar þá er hægt að segja já við nokkrum af þessum spurningum ef spáin um olíuskort í landinu verður að veruleika eftir 3-4 vikur :0)

Vonum að svo verði ekki.

Biðjum vel að heilsa

Sigga

Sigga frænka (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:51

5 identicon

Já eins og Sigga segir þá verður örugglega hægt að krossa við eitthvað af þessum atriðum fljótlega. En ég er ekki frá því að mamma muni framkvæma nr 8 fljótlega.

Birna (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 25116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband