"ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ DEYJA Á MINNI VAKT"

Þessa setningu lét ég stundum út úr mér við sjúklinga sem voru komnir á endastöð og voru meðvitaðir um það.  Uppskar oftar en ekki glott fyrir vikið og stundum hreinlega hlátarsköll.  Passaði mig þó á því að aðstandendur heyrðu ekki til því þeim er sjaldnast hlátur í huga á svona stundum, og þola illa, eðli málsins samkvæmt, svona ósvífnar athugasemdir.  Man eftir nokkrum einstaklingum sem ég komst í "alveg sérstakt samband við".  Slík sambönd gefa manni mikið hreint "húmaniskt".

Það er nú einu sinni svo að sé maður á kvöld- eða næturvakt á sjúkrastofnun og andlát ber að þá tekur maður á sig ákveðna ábyrð, ég tala nú ekki um ef um er að ræða einstakling sem ekki liggur á almennri deild og er ekki talinn í neinni sérstakri lífhættu.

Man eftir einu tilviki á Sahlgrenska.  26 ára gamall íþróttamaður sem hafði stuttu áður verið lagður inn með lágan mænuskaða (lömun fyrir neðan mitti, án áhrifa á hjarta eða lungu).  Fékk öndunarerfiðleika einn laugardagsmorgun og fór í hjartastopp áður en gjörgæslulæknarnir komu lafmóðir á staðinn.  Hann kom aldrei til.

Ég  hitti ekki manninn í lifanda lífi, kom á eftir gjörgæslulæknum um á deild, hafði verið að sinna öðrum erindum á bráðamóttunni .......EN hann dó að minni vakt. Hringdi í vakthafandi sérfræðing sem sagðist treysta mér fyrir þessu (enda ekkert bráðatilfelli úr því sem komið var!).  Þurfti svo að "rapportera" þetta á morgunfundi á mánudeginum og fékk yfir mig miljón spurningar þar sem ég gat fæstum svarað. Þarna fór að sjálfsögður af stað ákveðið ferli þar sem farið er yfir sjúkraskrá, lyfjalista og síðast en ekki síst krufning. Þegar niðurstöður lágu fyrir fékk ég svo bréf í innanhúspósti.  Maðurinn dó semsagt úr massívri lungnaembolíu en ekki hafði fundist undirliggandi blóðsjúkdómur eða annað  (fyrir utan lömunina, að sjálfsögðu) sem gæti hafað leyst slíkt úr læðingi.  Svona nokkuð gerist bara stundum, því miður.  Trúlega hefur engin verið fegnari en ég þegar niðurstaða var fengin í málið.

Við svona aðstæður tekur maður á sig ákveðna ábyrð,  sem NOTA BENE er ekki endilega það sama og að taka á sig sök, en  þó held ég að engum sem tekur sjálfan sig alvarlega í faginu detti í hug að vera með aumkunarverðar yfirlýsingar um að ...ég vissi ekki, ...ég þekkti ekki, ...ég kunni ekki, ...ég gat ekki, = ég ber ekki ábyrð á neinu.

AF HVERJU GETA HLUTIRNIR EKKI GENGIÐ SVONA Í PÓLITIKINNI LÍKA?  Helv. aumingar sem hvorki geta né vilja bera ábyrð á einu eða neinu.

Ég var "heppin" að einu leyti í ofanverðu máli.  Maðurinn átti enga ættinga sem kröfðust svara,  hann var einstæðingur, pólitískur flóttamaður frá Vestur-Afríku. Þannig var ekki "engin skíll sem krafiðst svara".

Íslenska ríkstjórnin er ekki svo "heppin" og vonandi fara menn að axla þá ábyrð sem þeir, eðli málsins samkvæmt, tóku til sín við stjórnarmyndun vorið 2007.

 

d_fallegt_gamalt_bor_og_rotin_rikisstjorn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er orðin soldið þreytt á þessu "ábyrgðar"tali.  Er það ekki ákveðin ábyrgð að reyna hafa vinnufrið til að greiða úr því rugli sem við erum kominn í?  Eigum við ekki öll ábyrgð á því hvernig fór?  Tók almenningur ekki alltof stór lán?  Fór ekki almenningur framúr sér við að kaupa stærri hús?  Stærri bíla?  Oftar til útlanda?  Henda allri búslóðinni bara til að kaupa nýja?  Eigum við þá ekki öll að segja af okkur ??  Nei, ég bara spyr  ????

Sigga frænka (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Blessuð Sigga mín:

Jú, jú kannski fríkuðu sumir úr og misstu sig í góðæriskaupum. Það er nú helst yngra fólk og fólk á miðjum aldri búsett á höfuðborgarsvæðinu.  ÉG get alveg sagt þér það að hinn almenni verkamaður út á landsbyggðinni varð aldrei var var við neitt góðæri, nema kannski í formi lækkandi matarverðs við komu Bónusverslanna út á  land.  Þetta fólk borgar nú brúsann alveg jafnt og hinir.  EN það verður ekki litið fram hjá því  að hvort svo sem fólk missti sig í verðbréfakaupum eða ekki þá er það nú einu sinni þannig að allt  þetta fólk fór eftir settum leikreglum.  Það er nú einu sinni þannig á Íslandi að fólk treystir (eða treysti!) löggjafanum til að setja leikreglur sem virka, treystir eftirlitsstofnunum til að vinna vinnuna sína og stjórnvöldum hverju sinni til að  virða settar reglur og hafa hæft fólk með fagleg sjónarmið með í ráðum við framkvæmd laga.   Allt  þetta hefur verið verið þverbrotið, og þetta traust sem er svo mikilvægt, svokallað almenningstraust það sem fólk er þess fullvisst að verið sér að vinna með hag þess fyrir brjósti  (en ekki einhverra fárra útvaldra) er fyrir bý.  Og ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því  hvað það er alvarlegt.  ALMENNINGUR VERÐUR AÐ GETA TREYST ÞVÍ AÐ LEIKREGLURNAR VIRKI, sem þær gerðu ekki.

Finnst þér núverandi stjórnvöldum treystandi til "að greiða út þessu rugli sem ÞAU eru búin að koma okkur í ?

Og ekki verða þreytt að þessu "ábyrðartali" fyrr en það er farið að bera einhvern árangur. Farður frekar niður á Arnarhól í dag í mínu nafni og mótmæltu þessum aumingjum sem kunna ekkert annað en að hirða launin sín, hafa ekki einu sinni núllað eftirlaunafrumvarpið sitt.  Það er alfarið á þeirra ábyrð.

Kveðja Fjóla. 

Fjóla Björnsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:58

3 identicon

hehe greinilegt að við sameinumst ekki þegar kemur að pólitík :0)  

Sigga frænka (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Blessuð Sigga mín, nei greinilega ekki.  En enginn er fullkominn, mér þykir nú samt vænt um þig.

Fjóla Björnsdóttir, 1.12.2008 kl. 16:23

5 identicon

Þá veit ég hvernig maður fer að því að fá reglulegar fréttir af þér og þínum. Bara að vera nógu mikið á móti því sem þú hefur fram að færa, þá er maður nokkuð öruggur um að fá góð svör til baka.

Beiti kannski þessari aðferð við betra tækifæri :) Bið að heilsa

Birna

Birna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:18

6 identicon

Er nokkuð sammála systur minni núna.  Í mínum augum er þetta einfalt og eftirfarandi.

Skipstjórnandi (Ríkisstjórn / Geir Haarde) siglir skipi sínu (þjóðinni) í góðu veðri (þegar uppgangur var) um hafsvæði sem þó er ekki hættulaust.  Þessi sami skipstjórnandi veit sem er að farmurinn hjá honum um borð (bankarnir) er of mikill og farminum er ekki rétt lestað um borð til að tryggja réttan stöðugleika ef veður skildi versna (þ.e. bankar
orðnir of stórir miðað við stærð þjóðarbúsins, og lítið má út af bregða til að allt fari í óefni.)

Fyrir utan allt þetta þá veit hann, og hlýtur að hafa grunað að hann er með úreld sjókort og siglingatækin hjá honum í brúnni eru ekki rétt stillt og því vart nothæf (sbr. skýrslu Willem H. Buiter sem gerð var fyrir Landsbankann á vordögum, ásamt ýmsum viðvörunarbjöllum sem hringdu hástöfum fyrr á árinu, þá var öllu stungið undir stól)   Þetta var allt saman vitað snemma á árinum, en ekkert var gert. 

Auk þess þá má segja að þessi aumkunaverði skipstjórnandi neitar að taka lóðs um borð eða hlustar ekki á hann úr síma þegar honum er bent á að rétta kúrsinn, því stefnan hjá honum er röng. (Seðlabankinn var búinn að vara við þessu fyrr á árinu, sbr. skýrslu bankans sem Davíð kynnti á frægum morgunverðarfundi fyrir um tveimur vikum).  Að auki, þegar einn af virtari hagfræðingum heims, og sérfræðingur í  kreppum, segir fullum fetum, að landinu gæti ekki hafa verið verr stjórnað og vart færri mistök gerð á síðustu misserum,  þótt einhver hafi verið valin af handahófi úr símaskránni, og sá sami látin setjast í stól forsætisráðherra.  Þessi orð segja bara sitt.  

Því þarf ekki að velta því neitt mikið fyrir sér hvað gerist þegar fer að hvítna á báru og báturinn fer að rugga.  Auðvitað fer allt til fjandans, skipið fær á sig slagsíðu og strandar, en sekkur þó ekki alveg.

Ég bara spyr, við sem farþegar um borð í þessu skipi, sem flest vorum nú bara á þriðja farrými.  Eigum við að leyfa skipstjóranum, sem virðist hafa hunsað ýmsar bjölluhringingar og varúðarflaut að vera upp í brú þegar skipið er dregið af strandstað?  Er hægt að treysta honum og hans áhöfn? Á hann að fá heiðurinn af því að geta sagt:  "Sko.. þarna losnaði bévítans dallurinn... sagði ég ekki!!" ?  Svarið er nei við öllu þessu.   Þótt hann kannski þekkir vel til skipsins og hvernig það hegðar sér - eða taldi sig gera það,  þá er fullt af færu fólki þarna úti sem getur stýrt björgunaraðgerðum á strandstað og staðið í brúnni þegar dallurinn fer á flot á ný.  Engin geimvísindi þar á ferð held ég.

Ekki tók ég þátt í ákvarðanatöku sem varð til þess að skipið strandaði, eða keypti neitt sem oflestaði skipið.   Það var hans ákvörðun að lesta dallinn svona mikið, og þeir sem vildu senda sínar vörur með skipinu (bankastjórar og stjórnendur gömlu bankanna) þeir bara komu með sínar þungu vörur og með eins mikið af þeim og þeim sýndist um borð.  Aldrei sagði skiptstjórinn: "Stopp.. tek ekki við meiru, skipið ber ekki meira !! "

Bara burt með þennan slóða úr brúnni og alla hans undirmenn.  Bara Gæslumenn upp í brú... bara burt með valdi!  Skipstjórnandinn ræður ekki við starfið sitt og telst vart hæfur og á því ekki að standa við stjórnvölinn þegar skipið er dregið á flot á ný, stórlaskað.  

Hann og áhöfnin hafa sýnt að þeir ráða ekki við að taka ákvarðanir og eiga því ekkert að fá að bulla meira og stefna farþegum í frekari voða.  Svo einfalt er það.

Gummi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Heyr, heyr, Gummi.

Fjóla Björnsdóttir, 4.12.2008 kl. 02:31

8 identicon

Asi eins og birtist í þessari færslu hlýtur að vera framandi í þessum heimshluta. Las "Hundrað ára einsemd" fyrir mörgum árum og er það undursamleg bók. Hélt ég væri búinn að tapa hæfileikanum til að hrífast en það var öðru nær. Þarna voru hundrað árin öll saman komin á litlum bletti, sem vart var stærri en frímerki. Don Kíkóti hvað. Það hlýtur að hafa tekið á að blogga það, sem að framan stendur. Hefur lífið enn svona hægan framgang? Liðnir tíu dagar og tilveran: Ein mús á þriggja vikna fresti.

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:26

9 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Sæll Sigurbjörn og takk fyrir athugasemdina:

Ég verð að segja þér að mér verður oft hugsað til þessara bókar þegar ég er á ferð út í sveit utan alfaraleiðar.  Ég las þessa bók eftir Gabriel Garcia Marquéz fyrir mörgum árum og verð að viðurkenna að ég náði ekki inntakinu fyrr en áratug seinna.  Ég var búin að lesa meira en hálfa bókina og skildi ekkert í því að allt í einu var eins og sama sagan byrjaði upp á nýtt í miðri bók.  Skildi heldur ekki ekki af hverju höfundur hafði ekki meira ímyndunaafl en svo að skíra allar sögupersónurnar í beinan karllegg sama nafni (hétu þeir ekki allir "Aurelio Buendía") .  Fannst þetta svo ruglingslegt.  Þetta er náttúrlega bara hrein snilld  til að lýsa stað þar sem EKKERT hefur breyst í margar kynslóðir.

Og jú, í þessum litlu þorpum þar sem hitamolluna leggur upp frá moldargötunum og "siestan" virðist endalaus, þá hefur lífið ekkert hraðar framgang en þarna er lýst.  

Kveðja Fjóla. 

Fjóla Björnsdóttir, 11.12.2008 kl. 02:14

10 identicon

Blessuð Fjóla mín.

Mikið er ég sammála ykkur Gumma. Við erum öll auðvitað mannleg og gerum mistök, og stundum gerast líka einhverjir hlutir sem erfitt er að sjá fyrir - EN hvaða fagmaður sem tekur sig alvarlega, á hvaða sviði sem er, hlýtur að rýna í umhverfið og afla allra upplýsinga sem hann mögulega getur til að geta brugðist við á sem réttastan hátt, tímanlega og vel. Afsökun ráðamanna um að þeir hafi ekki vitað, þekkt, kunnað og hvað það nú er, getur því ekki verið góð og gild. Eina afsökunin sem hægt er að taka til greina er sú að þeir hafi ekki haft nokkurn möguleika á að vita eða gera, þrátt fyrir að hafa reynt allt sem eðlilegt er að ætlast til að þeir reyni. Sú afsökun er augljóslega ekki fyrir hendi núna.

Jæja, það er gott að heyra að þið eruð sátt og sæl þrátt fyrir undarlega jólastemmningu  Við Dagur kíkjum reglulega hér inn til að lesa og skoða myndir og höfum gaman af en mættum sjálfsagt vera duglegri að skrifa, eins og þú bendir á. Það er gott að fá að fylgjast með. Hafið það áfram sem allra best.

Edda

Edda Andrésdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:59

11 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Sæl Edda mín:

Það er gaman að sjá að fólk fylgist með.  Bið að heilsa öllum.  Til hamingju með árið sem bættist við í síðustu viku, megir þú lifa því vel.

Kær kveðja Fjóla.

Fjóla Björnsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband