18.2.2009 | 14:43
EYMD
kOMIÐI SÆL:
Mig langar ad segja ykkur frá skrítinni upplifun minni sl. laugardag.
Ákvað, á laugardagsmorgun, ad fara á markaðinn og versla í matinn fyrir vikuna.
Tafðist vid eitt og annad smálegt heimavið m.a. við að laga til og fara út med ruslið, en ruslabíllinn rennir inn götunna á svipudum tíma dags, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Þar sem ég var að koma ruslapokunum fyrir á gagnstéttinn nálgast ungur drengur c.a. 7 ára, í gauðslitnum fötum og sótugur upp fyrir haus. Spyr mig hvort ég eigi brauð ad gefa honum. Mér vafðist adeins tunga um tönn, því strákarnir mínir áttu eftir að borða morgunmat og til voru 2 lítil brauð. Sá vandlætingar svipinn á Giovanni sem fannst ég helst til kaldranaleg vid barnið og ákvað í skyndi að mínir strákar gætu vel borðað jógúrt í morgunmat... eða múslí ... eða ávexti. Fór inn náði í brauðin og lét barnið hafa þau med því skilyrði að hann og hundurinn hans létu ruslið mitt í friði.
Var ekki kominn á markaðinn fyrr en um kl. 9.30 sem er helst til of seint. Þá er nú aldeilis farið ad hitna í kolunum, í fleiri en einni merkingu þess orðs. Troðfullt af fólki allstaðar, bædi kaupendum og seljendum sem bjóða voru sína og þenja raddböndin hver í kapp vid annann. Bílar og mótorhjól sem liggja á flautunni, því engum liggur eins mikið á og manni sjálfum. Ákvað að leggja bílnum adeins lengra í burtu en ég hefði þurft að gera til ad losna við allann hamaganginn og labba bara í rólegheitunum med tau(innkaupa)pokana mina undir hendinni. Þegar ég var við að loka bílnum kemur til mín ungur madur, greinilega nokkuð seinfær, og spyr hvort hann "megi ekki passa fyrir mig bílinn". Ég jánkaði því þó ég þættist vita ad það væri óþarfi og rölti minn vanalega hring á markaðnum.
Fyrst að kaupa 3 kg. af kjúklingalærum, svo til konunnar sem selur grænmeti. Hjá henni var brjálað að gera en þar sem hún veit að ég stel ekki fra henni lét hún mig hafa nokkrar plastpoka og eg tók ad velja grænmetið úr stóru hörpokunum hennar meðan að hún og madurinn hennar sinntu öðrum kúnnum. Þar sem ég stóð og bograði yfir pokunum kemur til mín öldrud kona, örugglega 200 ára, lítill og hokinn. Spyr mig med lágri rödd hvort ég sæi mér fært að borga fyrir hana 2 kg. af kartöflum. Gat engan vegin neitað henni um Það. Gerði upp viðskiptin við grænmetishjónin og hélt af stað á næsta viðkomustað. Var ekki kominn nokkra metra þegar grænmetismaðurinn kemur hlaupandi med tómatana sem ég hafði gleymt. Bætti þeim í taupokann og hélt af stað til að bilnum til að skila af mér innkaupinum áður en ég færi til slátrarans.
Þegar seinfæri maðurinn sá mig rogast með innkaupinn haltraði hann á móti mér og hjálpadi mér með pokana síðast spölinn ad bílnum. Settum pokana í bílinn og ég rölti mér svo yfir til slátrarans. Þar var feit biðröð og ég var fegin ad hafa komid af mér pokunum. Í biðrödinni er hippt í mig. Í þetta skipti eldri madur, blindur og einhentur. Spyr hvort ég eigi eitthvað aflögu fyrir sig. Það átti ég því miður ekki, hafdi skilið alla smærri seðla eftir í bílnum, var bara með einn stórann sem ég vissi að slátrarinn gat alveg skipt fyrir mig. Keypti kjöt og fór aftur að bílnum, setti í gang og lét seinfæra manninn hafa 5 pesoa pening (ca. 80 ísl. kr). Hann horfdi á peninginn pússadi hann med erminni og sagdi svo: "Ég hef aldrei fengið svona stóran pening ádur". Þakkaði fyrir sig med því ad henda sér út í umferðina, sem er ekkert grín og stoppa umferð á ystu akreininni svo að ég kæmist út úr stæðinu mínu.Það getur orðið skrýtin þessi daglega "dínamík" þar sem brauðstritið er meiraháttar áskorun fyrir mjög marga. Og þó að maður gæfi frá sér allt sitt, sæi ekki högg á vatni.
Áður en ég fór heim fór ég í stórmarkaðinn ad kaupa brauð og mjólk (úr kæli). Þangað fer maður að kaupa amerískt drasl og okruverði í loftkældu rými. Og svo fær madur kvittun.
Um bloggið
Fjóla Björnsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að það mætti senda nokkra vel valda íslendinga þarna út til þín. Væri ágætis uppgötvun fyrir marga að sjá að "kreppan" okkar er þó ekki banvæn.
Bið að heilsa öllum.
Birna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:35
Með því að gefa ekki allt í senn verðurðu aflögufær um alla þína ævidaga. Það er betra hlutskipti fyrir alla.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2009 kl. 17:02
Og ég sem sagdi ykkur ekki frá manninum sem bankadi upp á hjá mér eftir hádegi sama dag, og bad mig um pening, hann vaeri ad safna upp í líkkistu sonar sins.
Ég trúdi honum hreinlega ekki.. eda kannski vildi ég ekki trúa honum.
Fjóla Björnsdóttir, 21.2.2009 kl. 13:18
Sæl Fjóla og takk fyrir skrifin þín. Maður verður betri manneskja að lesa þetta. Knús úr Tungunum
Helena (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:05
Takk Helena mín, thad er gott ad vita ad einhver hefur gaman af thessu pári.
kaer kvedja.
Fjóla Björnsdóttir, 27.2.2009 kl. 14:08
Sæl Fjóla,
Við erum ekki alveg komin á þetta stig en það kemur sjálfsagt að því. En það er vandasamt að velja úr hverjum á að hjálpa. Hvað ætli það hafi verið margir sem báðu um styrk sunnudaginn sem við gegum saman um La Paz?
Með bestu kveðjum úr Krísuvík
Bragi Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.