HÚN Á AFMÆLI Í DAG.

'Eg get ekki talist beint truúð, í klassíkum skilningi en ég er viss um að hvert og eitt okkar á sinn verndarengill einhversstaðar "þarna uppi".  Það fer svo eftir hverjum og einum hverning, eða yfir höfuð hvort samband næst við "gripinn".  'Eg veit hver minn engill er og hvað hún heitir, held þvi bara fyrir mig.  

Það eru hins vegar fáir jafnheppnir og við að eiga líka engil hér jörðinni.  Börnin mín elska hana út af lífinu og ég er svo óendanlega þakklátt fyrir alla þá þá ómetanlegu hjálp sem sem hún og Kalli hafa veitt okkur á sl. árum. Kynni okkar hófust þegar vid fluttum austur á Djúpavog í nóvember 2003 og hún tók að sér að passa tvíburana mína sem þá voru 10 mánaða gamlir.  Fljótlega kom í ljós að Kalli tók ekki síður þátt í barnauppeldinu en hún.  Það gerðu þau bæði af slíkri hjartans ást og umhyggju sem gekk svo langt út yfir alla venjulegri skyldurækni. Maður verður auðmjúkur og orðavant þegar börnin manns njóta slíks aðbúnaðar hjá vandalausum.  Með okkur þróaðist svo innilega vinátta sem að ég er fullviss um að heldur þrátt fyrir langar vegalengdir.

Þegar við vorum flutt til Svíþjóðar voru þau hjá okkur í 2 mánuði, (Kalli gekk úr vinnu í 2 mán.!!) þegar þau vissu að ég þurfti á þeim að halda. Þetta gerði hún vitandi það að hún er geysilega flughrædd, en lagði það á sig.  Þar kenndi Kalli strákunum að hjóla og þeir minnast hans í hvert sem þeir stíga upp á hjólin.  Þeir sakna líka kleinanna og ástapunganna hennar og skilja ekki alveg af hverju hún getur ekki bara "sent þeim nokkra poka". Ég reyni að skýra það út, í hvert skipti sem að umræðan kemur upp að  málið sé ekki alveg svo einfalt.  Hingað ná engar "kleinuhraðsendingar".

Allavegana...Elsku BJÖRG okkar innilega til hamingju með daginn, njóttu hans þrátt fyrir kvefpestina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virðist ekki geta opnað myndina sem þú settir inn. Veit ekki af hverju.

Birna (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Andrés Skúlason

Hæ Fjóla
Ég fylgist reglulega með þér.
Þú spyrð eftirfarandi, get hvorki sett inn myndir í myndalbúm né við færsluna.
Og hvað er þá til ráða.?

Þegar þú ert að vinna í textaborðinu og vilt ná í mynd til að setja inn vænti þess að þú farir í linkinn, "myndir" því næst "mynd úr skrá"  og svo ná í mynd í "browse" og þar inni finnur þú skrána með myndinni, þegar þú svo hefur tvítikkað á hana á hún bara að birtast í glugganum þar sem þú skírir hana, þar undir velur þú stærð, nóg að hafa hana 1024. Annars er best að minnka myndirnar niður áður en þú tvítikkar þær inn í browse, ég minnka mínar myndir alltaf niður í 1024 áður en ég hleð þær inn með textarammanum og inn í albúm.  Þegar ég er búinn að skrifa textann tikka ég svo alltaf undir hann einu sinni áður en ég fer í myndir í textaboxinu og þá koma myndirnar þar sem þú hefur tikkað.  Þú velur svo jafnhliða að setja þær myndir sem þú vilt inn í myndaalbúmið í sömu aðgerð og þú setur inn með textaboxinu.
Nú er ég kannski orðin of nákvæmur á þessu en þetta er sem sagt leiðin að því að setja myndina inn, það kann að vera að þú sért að reyna að hlaða þeim of stórum inn, þá frýs hleðslan. 
Ertu ekki örugglega með jpg myndir. Held að bloggið lesi ekkert annað.

En mér dettur sem sagt helst í hug að þú sért með myndirnar of stórar, en það eru til mjög þægileg forrit til að hlaða niður af netinu til að minnka myndir, ef þú ferð inn á google og skrifar resize picture þá áttu að finna eitthvað af forritum til að hlaða niður.

Annars skaltu bara hafa samband aftur

Kærar kveðjur í bæinn

Andrés     

Andrés Skúlason, 8.4.2008 kl. 00:30

3 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Blessud Birna.

Held að myndirnar hafi frosið á miðri leið, þær voru trúlega of stórar. Reyni aftur á morgun.

Fjóla Björnsdóttir, 8.4.2008 kl. 02:25

4 identicon

Fín leið sem Andrés bendir á með myndirnar....

 Annars er önnur imbaheld leið til þess að minnka niður eina og eina mynd (ferlega tímafrek aðferð ef maður ætlar að minnka margar myndir í einu)

 Opna myndirnar í paint :P

fara í image, stretch and skew, og velur einhverja prósentutölu þar. Einfalt, ekkert sérlega fljótlegt, en þægilegt (fyrir eina og eina mynd)

Birna (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ég samgleðst ykkur fjölskyldunni innilega að eiga svona vini, það er ómetanlegt!

Það er gott að enn sé svona gott fólk til í heiminum.

Guðmundur Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 25136

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband