ALLT MEÐ KYRRUM KJÖRUM EN ENGINN SKÓLI.

Komiði sæl.

 

Hér er allt með  kyrrum kjörum í augnablikinu.  Menn eru komnir að samningaborðinu og eru að reyna að byrja að tala saman.   Það virðust vera einhvers konar "sandkassalógik" í þessum viðræðum en sem komið er þ.e.  "ég kasta drullu í þig af því að þú bleyttir mig" - þankagangur.  Búið er að opna helstu vegi á ný og nú komumst við við sveitinna eftir  lokun vega í heila viku.  Þó eru hérna fólk í  amk. 2 nálægu byggðarlögum (sem styðja forseta landsins)  sem enn hafa í hótunum um að ganga í skrokk á flólki.  Þetta fólk er vopnað og full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega eins og fjölmiðlafólk hefur því miður rekið sig á.  

 

Í La Paz reyndi hópur fólks að ráðast inn í Bandaríska sendiráðið og skrifstofur USAID.  Hafði þó ekki erindi sem erfiði, en Kaninn var búinn að tæma allt til öryggis.  Herlög voru sett á í  Pando héraði (í norður hluta landsins) eins og fólk kannski veit.   Þetta var gert vegna blóðugra óeirða milli stjórnarhers og vopnaðs almennings, þar sem amk. 25 manns lágu í valnum.  Ef eitthvað er að marka almenningálitið og þær fáu fréttamyndir sem hafa verið sýndar þá virðist sem fólk tengt forsetanum standi fyrir versta ofbeldinu.  Sýndar voru verulega óviðkunnalegar myndir í sjónvarpinu í gær af líkum sem tínd voru upp af götunum.  Þar var greinilegt að þetta voru engin voðaskot sem urðu þessum mönnum að bana heldur hreinlega "shoot to kill" -skot annað hvort beint í höfuð eða hjartastað.  Vanir menn menn þar á ferð.  Nú hefur öllum fréttamönnum verið gert að yfirgefa svæðið vegna þess að stjórnvöld segjast ekki geta "ábyrgst öryggi þeirra".  Hitt fer ekki eins hátt að eina fréttafólkið sem enn er á svæðinu með opninberu leyfi er starfsfólk ríkisreknu miðlana. 

 

Af nokkrum gefnum tilefnum langar mig að lýsa algjöru frati á fréttaflutting Ruv.is varðandi þetta málefni. Ef ég teldi mig ekki yfir slíkt málfar hafin myndi ég segja að þetta væri flest helvítis lygi sem þar kemur fram.  Er ekki alveg að átta mig á hvaðan þeir fá sínar fréttir, trúlega frá ríkissjónvarpinu hér.   Svona svipað eins og að gera algildan sannleik úr fréttum hinnar sovésku Prövdu á tímum kaldastríðsins. Það kemur líka svo berlega í ljós þegar þegar á að fara að þýða fréttir frá þessum heimshluta hvað fólk fólk hefur í rauninn lítinn skilning á  innihaldinu, þó það sé ekki við þýðendur að sakast hvað efnistaka er fátækleg.   

 

Fólk hér er nú alveg passlega bjartsýnt á þessar viðræður sem hér eru að hefjast.  Forsetinn gerði það sem hann gerir best í viðkvæmri stöðu,  nokkuð sem hann hefur mikla reynslu af.  Stingur af og vælir í erlendum  fjölmiðlum og þjóðarleiðtogum yfir því hvað allir eru vondir við hann.  Hann er enn í því að finna sökudólga í stað þess að finna einhvern vitrænan flöt að samningaviðræðum.  Fór til Santiago á fund leiðtoga S-Ameríku ríkja, kemur svo trúlega heim og hraunar yfir flest það sem búið var að gera í hans fjarveru.  Niðurrif er nefninlega hans sérgrein, ekki gott þegar forseti á í hlut.   Sé hann ekki fyrir mér sem hluta af lausninni, því miður.  Og ég sem hefði hiklaust kosið hann sem forseta hefði ég haft atkvæðisrétt fyrir rétt rúmum 2 árum síðan.

 

Annars er allt gott að frétta af okkur, enginn skóli á morgun heldur. Gosið stendur óhreyft inn í geymslu og vatnið í sundlauginni er ágætlega nýtanlegt sem úthaf fyrir frystitogara.

Sem sagt  allt með kyrrum kjörum en mikil spenna í loftinu,

Heyrumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Gott að heyra að hlutirnir séu eitthvað að róast.

Aðalsteinn Baldursson, 16.9.2008 kl. 02:18

2 identicon

Efast um að það sé mikið grátið yfir því að komast ekki í skólann :P

Birna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 25137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband