BÓLIVIA - Varúd eldfimt

Komið þið sæl. 

Mig langar að benda öllum þeim sem hafa alvöru áhuga á því sem er að gerast hér á Amazónsvæðum Bólivíu og geta lesið annaðhvort sænsku eða spænsku á eftirfarandi tengla. Annars vegar Dagens Nyheter  Stokkhólmi (www.dn.se) eða dagblaðið El País í Madrid (www.elpais.com).  Þá sérstaklega á þessar  2 eftirfarandi  fréttir:  

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148http://www.elpais.com/articulo/opinion/incendio/Bolivia/elpepiopi/20080913elpepiopi_2/Tes   

Fréttirnar sem ég er að sjá í fjölmiðlum heima eru í besta falli þýddar af mikilli vankunnáttu (úr 3. til 4. heimild) og í versta falli hreinlega rangar og villandi.   

Það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast en nú hef ég allavega góða ástæðu til að tjá mig.  Fyrir það fyrsta þá höfum við það alveg prýðilegt, höldum okkur að mestu  leyti heima við enda er ástandið er vægast sagt eldfimt. Þær fréttir sem ég get sagt svona héðan af hlaðinu hjá mér er að krakkarnir hafa ekki farið í skólann síðan á fimmtudaginn vegna þess hve ástandið er ótryggt og við sjáum ekki fram á að senda þau í skólann á mánudaginn heldur. Hérna hafa verið götuóeirðir upp á hvern einasta dag síðan á þriðjudaginn með tilfallandi ránum og gripdeildum. 

Giovanni beið í 3 tíma biðröð til að kaupa dísel fyrir tratorinn í gær. Hann ætlaði að kaupa 600 lt. en fékk bara 100.   Nú er hann búinn af finna einhvern "skuggalegan náunga"  sem ætlar að selja honum og nokkrum öðrum 3000 lt. á 2 til 3 földu verði.  Svarta markaðsbrask í sinni skýrustu mynd. Einnig hafa myndast langar biðraðir til að kaupa bensín. 

Sabrína vildi fara á heimsækja vinkonu sína i dag.  Pabbi hennar sagði við hana að hann gæti þvi miður ekki keyrt hana á meðan  bensínið er ótryggt og skammtað. 

Því er svipað farið með gasið, sem er notað til að elda og til að hita vatn í sturturnar. Sumir eru farnir að höggva í eldivið aftur þar sem gasið er svona erfitt að fá.  Svo er alveg hægt að baða sig með köldu vatni í 30 C stiga hita.

Þá var vatnið var tekið af í gær.  Okkar fyrsta hugsun var sú að þetta væri eitthvað tengt öllum látunum, sem reyndist svo bara móðursýki,  rukum til og settum saman plast sundlaug sem við keyptum fyrir krakkana í byrjun árs og fylltum af vatni fram á kvöld þegar því var hleypt á aftur.  Nú er sundlauginn full ca. 2000 lt. og krakkarnir fatta ekki af hverju þau mega ekki fara ofan í.   Fórum svo  lika og keyptum ca. 80 lt. af gosi, við mikla ánægju heima við, að sjálfsögðu.

 

Eigum matarbirgðir fyrir amk. 1 viku, en þar er ekki skortur enn sem komið. Allir stórmarkadir opnir og fullir af vorum.  Tengdamamma ætlaði heim á morgun en verður hér enn um sinn þar sem allt innanlandsflug liggur niðri. 

Eins og Þið sjáið þá hljómar þetta alls ekki vel.

 

Ég held nú samt ad  fólk sé farið að átta sig á alvöru málsins og mér skilst að þeir aðilar sem eiga hlut að máli ætli að setjast niður og byrja viðræður á morgun.

Sjáum hvað setur.

 

 

mbl.is Boðað til neyðarfundar um Bólivíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú ert farin að blogga ;O)

Knús og klemm

Ása (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Gaman að heyra frá þér þó svo að tilefnið sé ekki það besta. Fariði varlega.

Aðalsteinn Baldursson, 14.9.2008 kl. 01:57

3 Smámynd: Letilufsa

Sæl nafna

Heldurðu ekki bara áfram fréttaflutiningu frá svæðinu???  Er alls ekki það sama að lesa fréttir hér og fá upplýsingar frá fólki á svæðinu. 

Ég var skiptinemi í Cochabamba einu sinni og því mikinn áhuga á að fylgjast með og ætlaði að fara með fjölskylduna til Bolivíu í haust eða vetur og er að gugna á því...

Kv Fjóla Borg

Letilufsa, 14.9.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Sæl Fjóla.

Alltaf gaman að sjá fólk sem maður hefur ekki séð áður á síðunni.  Ég myndi ráðleggja þér að bíða aðeins með væntanlega heimsókn, þangað til þessi ólga hefur róast niður.  Þið ættuð ekki að vera í neinum vandræðum með að komast til Cochabamba.  Vandamálið er bara að ef maður ætlar að nýta ferðina og njóta hennar langar manni líka að ferðast og skoða sig um.  Það er ekki hægt eins og málin standa í dag.  Allir vegir lokaðir.

Hafðu það sem best. 

Fjóla Björnsdóttir, 14.9.2008 kl. 18:03

5 identicon

80 lítrar af gosi? Það er sko ekkert slor!

 En gott að vita að allt er "under control" hjá ykkur í bili að minnsta kosti. Væri fínt að fá reglulegt blogg á meðan ástandið er ekki tryggara en þetta.

Það biðja allir að heilsa

Birna

Birna (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband