SITT LÍTIÐ AF HVERJU.

Komið þið sæl.

Það hefur verið mjög sérkennileg upplifun sl. viku að sitja hér og lesa um kröggur bankanna sem hafa farið illilega yfir strikið í erlendum lántökum til að fjármagna flottræflishátt sinn og annara, heima og heiman. T.d hefði Bjarni frændi alveg geta sagt þeim þetta fyrir mörgum árum, en kannski var bara þægilegra að sjá ekki neitt og heyra ekki neitt. Nota bara strútataktík á  þetta.  En nú er þetta búið og gert.

Öll heimspressan, skandinavísku, bresku, spænsku, suðuramerísku og  bandarísku (kannski hvað síst!) blöðin hafa öll flutt fréttir af þessu ástandi á Klakanum. Að  sitja HÉR í 34 stiga hita, þar sem ruslabíllinn hefur ekki komið í heila viku vegna skorts á dísel og horfa á grafíkin í CNN(espanol) sem sýna kúrfur íslensku bankanna og gengisvísitölunnar renna beint niður til Heljar (má ekki vera of orðljót!!) er bara hreinlega surreallísk upplifun. Nenni reyndar ekki að ræða þessi bankamál meira, það væri hreinlega að bera í bakkafullann lækinn.

Hef haft í nógu að snúast sl. viku fyrir utan það að leita að bensíni á bílinn sem eitt og sér er full vinna. þannig er málið með vexti að faðir svila míns liggur fyrir dauðanum, gerir það með sömu friðsæld og reisn og hann hefur lifað lífinu.  Er með endastig lungnfibrosu og hjá honum er full vinna að draga andann, getur varla talað og á í stökustu vandræðum með að borða.  Þarf hjálp við allar athafnir daglegs lífs.  Eiginkonan sér um ALLA umönnun en ég fer til hennar á morgnanna þegar krakkarnir eru í skólanum og reyni að hjálpa henni með það sem að til fellur.  Hann vill deyja heima og þar að auki er ekkert meira fyrir hann að gera.   Hjúkrunarheimili er ekki á meðal þeirra möguleika sem eru í boði og það þykir sjálfsagt að hver stórfjölskylda sjái um sín gamalmenni, allt annað er skömm og hneisa.  Þetta eru yndisleg fullorðin hjón og mér mikil ánægja að vera í návist þeirra.  Þau eru búin að vera gift í 55 ár og æðruleysið yfir aðstæðunum er fullkomið, friður og ró yfir öllu. Svo sér tengdadóttirin um innkaupin og einn sonurinn sefur hjá þeim á næturna.

Af búskapnum er allt meinhægt að frétta.  Búið af skrapa saman þeim dísellítrum  sem nauðsynlegir eru til að sá 60 hekturum af hrísgrjónum, meiningin er víst að pota þeim niður í næstu viku. Búið að kaupa 10 mjólkurkýr sem allar eru með kálfa.  Sem sé 20 beljur á beit sem vonandi eru ekki hrísgjónaætur.  Tæknin við að mjólka verður ekki upp á marga fiska til að byrja með, handaflið verður að duga þangað til hlutirnir er farnir að snúast.

Set inn hérna (vonandi!!) nokkrar myndir sem eru teknar í vikunni.

DSC00573DSC00567DSC00574

Heyrumst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að fá þessar myndir. Meira af þessu.

Já hér er lítið talað um annað en bankakreppuna. Orðið frekar þreytandi.

 Bið að heilsa liðinu

Birna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:34

2 identicon

Takk fyrir myndirnar :-) gaman af þeim.  Kannski biður þú börnin um að taka líka mynd af þér og Giovanni :-)
Ég veit að við erum orðin ansi kröfuhörð hérna upp á Íslandinu góð.

Vonandi hafið þið það gott, bestu kveðjur úr selinu

Fjóla Guðjóns (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Sigurjón Guðjónsson

Hlakka til að koma í beef chorizo grill á nýja býlinu, liggjandi í hengirúmi innan um leðurblökur, tarantulur og baulandi nautgripi.

Sigurjón Guðjónsson, 13.10.2008 kl. 03:31

4 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Þú ert svo innilega velkominn hvenær sem er.  Flott ef Akarselirnir kæmu líka.

Fjóla Björnsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:16

5 identicon

var að senda þér póst Fjóla

Birna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband