PRINSESSUVIKAN AÐ LÍÐA.

Sæl veriði.

Betra er seint en aldrei,  hér koma nokkrar myndir frá því í vikunni. Það er búið að vera einhver leiðindi í tengingunni núna í nokkra daga og ég ekki getað komið inn neinu. Sabrína átti afmæli sl. sunnudag og þann  dag fór hún í sveitina og kynntist merinni Plicku sem að pabbi hennar keypti handa henni í afmælisgjöf (eins gott að hún bað ekki um Ferrarri, pabbi hennar hefði örugglega keypt hann á lánum handa litlu stelpunni sinniWink !!).  Þetta er semsagt 1 árs ótamin meri og þá vantar bara að heimasætan góða læri að sitja hest.

Sabrína og Plicka.

Hérna er brunnurinn sem var gerður nýlega, engin bomba þannig að handaflið verður að duga í bili.  Það kemur prýðilegt  vatn úr honum, bara dálítill sandur í því.

Nýi vatnsbrunnurinn,  handalflið verður að duga í bili.

Svo var haldið upp á afmælið á þriðjudaginn með sundlaugarpartíi og öllum bekknum boðið. Góð mæting, af 32 börnum mættu 25.

sundlaugararparti   Eftir 2 tíma í sundi var borðið tekið með áhlaupi.

Magnús að safna saman boltum.

Læt þetta duga í bili. Vona að skráin verði ekki og þung með svona mörgum myndum.

Og elsku mamma mín innilega til hamingju með daginn, við hringjum í kvöld. 

Heyrumst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með Sabrinu um daginn.  Ekkert smá flott að fá hest í afmælisgjöf. 

Hafið það gott

kv. Sigga og co

Sigga frænka (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:22

2 identicon

Hæhæ. Þið hafið örugglega verið að reyna að hringja í okkur áðan. Ég heyrði bara ekkert í ykkur.

En mamma og pabbi skelltu sér í bústað um helgina svo að þið ættuð kannski að reyna að hringja seinni partinn á sunnudaginn.

 Þið gætu líka prufað að hringja í gemsann hjá pabba: 695 8673

 Bið að heilsa

Birna

Birna (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Andrés Skúlason

Hæ Fjóla
Nú er frost á Fróni í margvíslegum skilingi
Það er bara ekki laust við manni langi til að skreppa til ykkar þarna yfir hafið þegar maður sér þessar flottu myndir
af iðagrænum ökrum með pálmatré í bakgrunni. 
Bestu kveðjur
Andrés

Andrés Skúlason, 1.11.2008 kl. 10:37

4 identicon

Hæ elsku frænka! Mamma þín og pabbi birtust hér um helgina, mjög óvænt og skemmtilegt, og þá frétti ég af síðunni þinni. Er búin að lesa hana upp til agna og bíð spennt eftir næstu færslu! Héðan er allt gott að frétta, snjónum er að rigna í burtu í augnablikinu (maður er bókstaflega eins og belja á svelli ef maður vogar sér út!) börnin eru mínar ær og kýr og allt svona við það sama; bara þetta daglega eins og mér sýnist vera hjá þér líka nema bara aðeins "hlýrra" og allt á spænsku!! Eruð þið farin að mjólka kýrnar ennþá? og hvað gerið þið við mjólkina? Er spennt að fá landbúnaðarfréttirnar!! Væri gaman að geta "skroppið" í heimsókn...  Knús á línuna. Helena.

Helena Hermundardóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband