HELGIN OKKAR

Komiði sæl.

Höfum haft það gott um helgina. 

Giovanni er enn í sveitinni, kom heim á föstudagskvöld, henti fötum í þvottavélina og var svo farin á hádegi á laugardag.  Sýnist á öllu að  hann sé að fíla þetta í tætlur. Nánast búið að sá hrísgrjónunum, en traktorinn hefur eitthvað verið til ama sem hefur seinkað öllum plönum.  Næst á dagskrá er væntanlega að sá í síðustu túnin og sinna nautgripunum.  Myndir af þessu í næstu myndasyrpu.

Minntist á það við krakkana í framhjáhlaupi á laugardagskvöldið að kannski væri sniðugt að pumpa í dekkin á hjólunum ef okkur dytti í hug að fara að í hjólatúr daginn eftir. Hugsaði svo ekki meira um það.  Það gerðu strákarnir hins vegar, því að sunnudagsmorgun var ég vakin 06.15 þar sem þeir stóðu báður klæddir við rúmið í skóm og með nestistösku og spurðu í kór hvort ég væri ekki að koma?. Þeir eiga vel að merkja fullt í fangi með að vakna kl. 06.30 á virkum dögum til að fara í skólann.  Bað þá að hafa sig hæga amk. klukkutíma í viðbót þar sem systir þeirra væri sofandi.  Þeir tóku ábendingunni passlega alvarlega fóru inn til hennar og skömmu seinna kom hún skjögrandi fram og sagði að það væri ekki flóarfriður fyrir þessum ormum.  Og klukkan 07.45 vorum við kominn út að hjóla.  Sjá myndir.

 

Í garðinum hjá vinafólki.    Úr hjólatúr

 

Í  hjólatúr.    Magnús að læra heima.

Þegar við komum heim 3 tímum síðar voru sumir frekar framlágir við heimalærdóminn.

Einn af þessum óteljandi sveitavegum, ca. 1500 að heiman.    Húsið okkar, .. óvenjuhreint reyndar..

Á milli hússins okkar og þessa sveitavegar eru ca. 1500m.  Það er virkilega gaman að hjóla á þessum slóðum þar sem allt er fullt að dýralífi s.s. páfagaukum, eðlum og litlum slöngum, sáum engar í þetta sinn.  Var hins vegar næstum búin að hjóla yfir myndarlega eðlu og mátti vart á milli sjá hvorri okkar brá meira.  Var næstum dottin af hjólinu og krakkarnir hlógu mikið. 

Af gefnu tilefni langar mig að segja ykkur öllum að ég er búin að gefast upp á Facebook síðunni og hún á mér.  Kem ekki til með að halda henni við.  Á í eilífum vandræðum með að logga mig inn og síðan þekkir aldrei aftur leyniorðið.  Ég veit að árinni kennir illur ræðari og sjálfsagt er ég að gera eitthvað vitlaust.  Ég bara nenni ekki að setja mig inn í  hvar vitleysan liggur, ég eyði alveg nógum tíma á þessari síðu svo ég fari nú ekki að halda úti annari líka.

Bið að heilsa öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtileg lesning...þið hafið það greinilega gott... langar ótrúlega að koma þarna út til ykkar!

guðrún h (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Hæ Fjóla.  Gott hjá þér að gerast bloggvinkona mín, velkomin í þann litla hóp.  Ég er nú ekki afkastamikill bloggari og hef aðallega notað þetta þegar ég er að ferðast.  Nú er kominn tími til að fara í ferðagírinn, ég var niðri í geymslu að ná í ferðatösku, og svo leggjum við í hann á miðvikudaginn.  Enda best að forða sér héðan, ofan á efnahagskreppu og almennan vesaldóm er hann kominn á norðan með snjófjúki. 

Hlakka til að sjá þig í La Pas.

BR

Bragi Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Blessaður Bragi:

Það er með þetta eins og allt annað, það er sitthvað magn og gæði.  Það er gaman að lesa færslurnar þínar og ég sé ekki betur en meðal bloggvina þinna séu prýðispennar og mér heiður að vera þar á meðal.

Og Guðrún:  .... Já það fer svo sannarlega vel um okkur og þið eruð svo innilega velkomin hvenær sem er. 

Fjóla Björnsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:22

4 identicon

Ekki slæmt að fara í hjólatúr. Styttist í afmælisdaginn hjá Sabrínu. En við ákváðum að taka þetta verkefni í hagverkfræðinni en verðum að einblína bara á nokkra þætti svo það verði ekki og stórt í meðförum. Sendi þér póst við tækifæri

Birna (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:06

5 identicon

Þóttist nú hafa kommentað hérna í dag, en það hefur ekki komið inn.

Vildi nú bara óska ykkur til hamingju með Sabrinu. Vonandi kemst pakkinn til skila fyrir jól

Birna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband