PUNKTABLOGG.

Sæl og bless:

Ég  held að ég ræni hugtakinu "puntablogg" frá hugmyndasmiðnum sjálfum.  Ég veit að Sigurjón frændi fyrirgefur mér.

Fórum í bió um helgina. Fórum að sjá njósnara hennar hátignar 007. Það var mikið hlegið í salnum þó ekki væri þetta nú beint gamanmynd. Þannig er að "plottið" gerist að hluta til hér í þessu landi og fannst fólki ýmsar útfærslur fremur skondnar.  Flest var reyndar alveg prýðilega gert og t.d. voru einkennisbúningar bæði hers og lögreglu alveg "orginal".  Annað eins og t.d. hraðbraut í eyðimörkinni (meira að segja með máluðum akgreinum!!) og sími  á flugvelli út í einskinsmannslandi er því miður nokkuð langt frá raunveruleikanum.  Ég skemmti mér alveg prýðilega og það verður að segjast að þessi Bond er verulega flottur.  Túlkar náunga sem er alveg að tapa sér, hættur að sjá mun að réttu og röngu, búin að missa jarðtenginguna.  Gerir það vel.

Hér er búið að vera allt of heitt núna í amk. 3 vikur. Þetta að sjálfsögðu skv. minni skilgreiningu en líka margra annara.  Hitinn hefur varla farið niður fyrir 30C.  nema rétt yfir blánóttina. Yfir daginn hefur mælirinn verið nær 40C. Og svo þetta stafalogn þar sem ekki hreifist hár á höfði.  Ekki James Bond, annar svalur. Tilvonandi stórbóndinn er farinn að hafa áhyggjur af úrkomuleysi þar sem hrísgrjónin geta verið án alls nema vatns.  Vonandi rætist úr sem fyrst.  Grasið braggast samt prýðilega eins og sjá má. Það þarf meira að segja að fara að slá.

Jólastemmingin þetta árið er ekki alveg að gera sig. Hún einhvern vegin bráðnar burtu í hitanum.  Strákarnir skilja ekki alveg af hverju það eru engir "alvöru" jólasveinar hérna. Bara einhverjir sólbrunnir "gaurar"  með hvítt gerviskegg í hrópandi ósamræmi við húðlit og önnur sýnilega líkamshár.  Pálmatrén eru ekki hluti af jólastemmingunni, alveg sama þó þau séu skreytt með blikkandi (marglitumSick!!) jólaseríum. Við ætlum að keyra til La Paz  í kringum 20 des. og koma til baka 26. des.  Þá kemur Sabrína með okkur aftur til baka en hún er búin að vera hjá ömmu sinni í 2 vikur.    

Er að fá gest yfir helgina.  Það er hann Lucho sem er að koma úr Lucho, 12 ára, flottasti vinnumaðurinn.......þorpinu sínu og ætlar að skoða sig um í bænum. Hann er 12 ára hörkuduglegur strákur, sem er búin að  vera nánast ómissandi við bústörfin.  Hann býr hjá afa sínum og ömmu í sveitinni en mamma hans býr hér í bænum. Hún er matráðskona, 34 ára, einstæð með 6 börn á framfæri.  Skiljanlegt að Lucho búi hjá ömmu og afa. Og hérna er meira pláss en hjá mömmu hans.

Bless í bili.

P.S.  Getur einhver sagt mér af hverju myndin á titli þessarar vefsíðu hangir ekki inni nema bara nokkra daga. Hún dettur úr. Er hún kannski of ljót???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er sko engin sumarblíða. Fyrsta almennilega vetrarlægðin kom í gær og flestir hlutir fuku sem á annað borð gátu fokið. En ég kýs nú frekar rokið og snjókomuna heldur en 40°c+.

Hér kom fyrsti jólasveinninn í hús í gær. Allavega einhver hús vona ég, því ekki stoppaði hann á Dalbrautinni. Býst við að hann sé ekki jafn ferlega sólbrúnn og ykkar sveinki.

En hvar ertu að geyma þessa mynd? er hún geymd í myndaalbúminu eða hvar? Það er líklega ekki sama hvar þú vistar hana til að hún haldist inni á síðunni.

Bið að heilsa.

Birna (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Blessuð Birna.

Myndin er yfir höfuð ekki vistuð á síðunni, frekar en hin myndin sem hékk inni í rúmt ár.  Tók hana bara beint yfir af myndavélinni og vistaði hana beint á hausnum á síðunni.  Mér dettur helst í hug að ég sé búin með fría myndaplássið mitt og nú verði ég að borga fyrir meira.  Hef reyndar ekki slyttast til að spyrja. 

Kær Kveðja Fjóla. 

Fjóla Björnsdóttir, 13.12.2008 kl. 03:37

3 identicon

ég er svo sem enginn snillingur í þessum myndamálum. En á sumum síðum þá er ekki hægt að setja inn myndir nema þær séu einhvers staðar vistaðar á annarri netsíðu eða í þínu eigin albúmi. Sigurjón veit alveg örugglega hvað er að.

Birna (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Ég ætla að prófa þetta svona eins og þú segir.  Tapa engu.

Fjóla Björnsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:16

5 identicon

Ég ætlaði að bæta við athugasemd á færsluna þína "Það er bannað að deyja á minni vakt" - en það er ekki hægt.

Því sannleikurinn í lífinu er akkúrat jafn einfaldur og skýr eins og þú setur hann þar fram.

Bestu jólakveðjur til þín í framandi landinu þínu.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Kærar þakkir fyrir jólakveðjurnar, eigir þú sjálf/sjálfur gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Fjóla Björnsdóttir, 17.12.2008 kl. 17:53

7 identicon

Sæl Fjóla og fjölskylda

Kem reglulega inn á síðuna hjá þér. Það er virkilega gaman að fylgjast með ykkur. Dreymdi ykkur í nótt. En þá var ég hjá ykkur ásamt mömmu og pabba. Spurning hvort þessi draumur rætist?? Er ekki alveg viss um að mamma muni láta sig hafa það að fljúga alla þessa leið, en það er aldrei að vita. Það væri nú ekki amalegt að koma í sólina og hitann til ykkar.

En Gleðileg jól til ykkar allra og hafið það sem allra best.  

Kærar kveðjur frá Sollu og fjölskyldu.

p.s. svo biðja þau gömlu á Djúpavogi einnig kærlega vel að heilsa ykkur. Þau fylgjast með ykkur hér.

Solla (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:53

8 identicon

Sæl og blessuð! Hér er svo mikill snjór á nútímalegan mælikvarða (þeir sem muna lengra aftur í tímann finnst þetta sennilega bara upp í nös á ketti, en það snjóar stanslaust og bætir í svo mér finnst nóg um; mjög fallegt samt). Held samt að það eigi að hlýna og gera asa hláku með rigningu og tilheyrandi á Þorláksmessu og aðfangadag... jibbý! En ég vona að þið eigið eftir að finna hinn sanna jólaanda þrátt fyrir hita og skreytt pálmatré (hvernig heldur þú að það hafi verið í Jerúsalem á þessum tíma fyrir 2008 árum? Snjór og jólasveinar, já ég veit!!!) En ég skil þig svo sannarlega. Óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og njótið vel.

Knús frá öllum hér í vetrarkuldanum.

Helena.

Helena (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:43

9 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Hæ Fjóla!

 Óska þér og þínum gleílegra jóla!

 Svo máttu kíkja á http://2g.is/egs/ft5/jol08, svona fyrir smá jólastemningu frá Egilsstöðum.

Guðmundur Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 14:01

10 identicon

Elsku Fjóla og fjölskylda.

Innilegar jóla og nýárskveðjur til ykkar allra og vonandi hafið þið það gott um hátíðirnar, þó það sé ekki neinn snjórinn, hann er farinn frá okkur líka, sem betur fer. Góðar kveðjur úr Akraselinu.

Anna og Nonni (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:29

11 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Takk, takk öll sömul.

Takk fyrir allar jólakveðjurnar,  Anna, Nonni, Guðmundur, Solla og  Helena,  (mjög góður punktur þessi með Jerúsalem fyrir 2008 árum, hafði aldrei hugsað þetta svona).  Og  Solla mikið væri nú gaman ef þau "gömlu" og þið kæmuð í heimsókn.  Gaman að sjá að fólk fylgjast með.  Ætla að reyna að henda inn færslu hér á eftir.

Fjóla Björnsdóttir, 23.12.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband