ENGINN PÓLITÍK Í ÞESSARI.

Komiði sæl. 

Allt gott að frétta.  Enginn skóli og grislingarnir heima að horfa á DVD disk í augablikinu.  Erum að plana ferð í dýragarðinn eftir hádegi, eitthvað verður maður jú að hafa fyrir stafni.  Var ógurlega ánægð með nýju mynda- copy/paste kunnáttuna í gær en get samt ekki sent inn myndir af diskum sem ég á, bara af netinu.  Myndirnar á diskunum eru trúlega of þungar en ég get sett þær inn á myndaalbúmin hér til hliðar.

Hér koma nokkrar í viðbót. Frá San Javier og og San Rafael, nálægu þorpi. Þau eru bæði á heimsmynjaská Sameinuðu þjóðanna fyrir þessar einstöku kirkjur sem báðar voru byggðar rétt eftir 1690.

BoliviaSan_Xavier_1691_r 

 

BoliviaSan_Rafael_de_Velasco_1696r 

 

Scan10002 

 

Heyrumst.


ENGINN SKÓLI ÚT VIKUNA.

Komið þið sæl.

Þessi færsla verður afspyrnustutt, aðallega fyrir þær sakir að ég er búin að eyða öllu kvöldinu í að reyna að læra að setja myndir inn á þetta skrapatól  (...árinni kennir illur ræðari og svo framvegis). Þetta er nú samt allt að koma og í næstu færslum ætla ég að reyna að setja með myndir héðan frá þessu annars yndislega og gullfallega landi þaðan sem fréttirnar hafa verið mestmegnis neikvæðar upp á síðkastið.

En nú eiga friðarviðræðurnar semsagt að byrja á morgun í Cochabamba og þangað fóru allar hlutaðeigandi aðilar í dag. Þangað komu líka "alveg óvænt" eða þannig um 20 rútur (ca. 3.000 manns)  með stuðningsmönnum Morales sem voru upphaflega á leiðinni hingað til Santa Cruz til að gera allt vitlaus.  Þegar staðfest var í gær að fundað yrði í Cochabamba áætlun breytt og nú ætlar þetta fólk að hinkra þar amk. á morgun og þrýsta á "jákvæðar niðurstöður úr þessum hlutlausu viðræðum".  Það var haft eftir einhverjum manni í hópnum í sjónvarpinu að "fólk væri óvopnað... bara með með barefli"!!!.  Skyldu þau barefli vera ætluð til að stugga við flækingshundum..... ég bara spyr.  Svo þarf að sjálfsögðu ekkert að fjölyrða um Það að allar þessar rútur, gisting fyrir allt þetta fólk og vasapeningarnarnir sem það án efa fær, kemur beint úr vösum hins almenna skattgreiðenda.   NEI, þetta er ekki djók..... því miður. 

Krakkarnir eru enn í þessu krísufríi, sem trúlega varir fram yfir helgi.

En nú kemur hinsvega fyrsta myndin sem mér hefur lánast að setja inn.  Hún er frá San Javier, litlu þorpi um 180 km. héðan frá mér.

SanJavierCheese

Þar er mikið mjólkurframleiðsla en ekkert mjólkursamlag þannig að bændur gera ost úr meirihluta hluta mjólkurinnar og selja á misskipulagðan hátt. Eitt af mínum uppáhaldsvæðum.

Heyrumst.


ÞESSI FRÉTT VAR RÉTT Í CA. 90 MÍN.

Komiði sæl.

 

Það gleður mig mjög að geta sagt ykkur það að þessi frétt er ekki alls kostar rétt.  Þannig er að sl. daga hefur farið fram undirbúningsvinna vegna væntanlegar friðarviðræðna á milli uppreisnarhéraðanna og stjórnvalda. Héruðin 4 útnefndu einn erindreka (Luis Cossio) sem fyrir þeirra hönd átti að undirbúa viðræðurnar ásamt varaforseta landsins (Alvaro Garcia Linera). Þeir voru búnir að sitja sveittir í 4 daga og komnir með drög að viljayfirlýsingu þar sem báðir aðilar lýsa vilja sínum fyrir því að setjast niður og ræða fyrirframákveðna punta.  Skrifa átti formlega undir þessa viljayfirlýsingu (sem er ekki friðarsamkomulag í sjálfu sér) í morgun.  Aðeins nokkrum mín. áður en skrifað var undir bárust fréttir að því að áðurnefndur héraðsstjóri hefði verið handtekinn.  Þá hætti Cossio við skrifa undir en fór þess í stað og leitaði álits þeirra sem höfðu útnefnt hann til verkefnisins.  Ákveðið var að skrifa undir eigi að síður og var það gert í beinni sjónvarpútsendingu frá biskupsstofu og með erkibiskup sem vitni að gjörningnum. þetta var gert um kl. 21.30 að staðartíma (kl. 01.30 GMT tíma).  Þetta var þó gert með einum fyrirvara og hann er sá að forsetinn sjálfur skrifi einnig undir þessa viljayfirlýsingu.  það voru nefninlega bara 2 vararáðherrar (eða ráðaneytisstjórar) sem skrifuðu undir fyrir hönd ríkistjórnarinnar.  þetta er nokkuð sem mönnum finnst rýra þessa yfirlýsingur töluvert og menn vilja að forsetinn sjálfur sýni vilja sinn í verki með einni eiginhandaráritun.  Þannig er nú það. 

 

Svo er nú annað mál þetta með ásökun á hendir héraðsstjórns um fjöldamorð.  Þar eru ekki öll kurl kominn til grafar.  Það er nánast búið að taka manninn af lífi án dóms og laga.  Ásakanir ganga á víxl og himinn og haf skilur á milli þessi sem sagt er í fjölmiðlum stjórnar og stjórnarandstæðinga.  Maður þarf samt ekki að vera neitt sérstakt gáfumenni til að átta sig á því að stjórnin er að vopna sína stuðningsmenn rifflum og úr verða einhvernskonar málaliðar sem hafa enga þjálfun í notkun slíkra vopna.  Svo þegar múgæsingur er fyrir hendi þá getur orðið ansi laust um gikkinn. 

 

En eins og þið heyrið það er undiraldan verulega þung...

 

En nú á sem sagt að setjast að samninga boðinu fyrir alvöru á fimmtudag 18. sept. nk.

 

Heyrumst fljótlega.


mbl.is Friðarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT MEÐ KYRRUM KJÖRUM EN ENGINN SKÓLI.

Komiði sæl.

 

Hér er allt með  kyrrum kjörum í augnablikinu.  Menn eru komnir að samningaborðinu og eru að reyna að byrja að tala saman.   Það virðust vera einhvers konar "sandkassalógik" í þessum viðræðum en sem komið er þ.e.  "ég kasta drullu í þig af því að þú bleyttir mig" - þankagangur.  Búið er að opna helstu vegi á ný og nú komumst við við sveitinna eftir  lokun vega í heila viku.  Þó eru hérna fólk í  amk. 2 nálægu byggðarlögum (sem styðja forseta landsins)  sem enn hafa í hótunum um að ganga í skrokk á flólki.  Þetta fólk er vopnað og full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega eins og fjölmiðlafólk hefur því miður rekið sig á.  

 

Í La Paz reyndi hópur fólks að ráðast inn í Bandaríska sendiráðið og skrifstofur USAID.  Hafði þó ekki erindi sem erfiði, en Kaninn var búinn að tæma allt til öryggis.  Herlög voru sett á í  Pando héraði (í norður hluta landsins) eins og fólk kannski veit.   Þetta var gert vegna blóðugra óeirða milli stjórnarhers og vopnaðs almennings, þar sem amk. 25 manns lágu í valnum.  Ef eitthvað er að marka almenningálitið og þær fáu fréttamyndir sem hafa verið sýndar þá virðist sem fólk tengt forsetanum standi fyrir versta ofbeldinu.  Sýndar voru verulega óviðkunnalegar myndir í sjónvarpinu í gær af líkum sem tínd voru upp af götunum.  Þar var greinilegt að þetta voru engin voðaskot sem urðu þessum mönnum að bana heldur hreinlega "shoot to kill" -skot annað hvort beint í höfuð eða hjartastað.  Vanir menn menn þar á ferð.  Nú hefur öllum fréttamönnum verið gert að yfirgefa svæðið vegna þess að stjórnvöld segjast ekki geta "ábyrgst öryggi þeirra".  Hitt fer ekki eins hátt að eina fréttafólkið sem enn er á svæðinu með opninberu leyfi er starfsfólk ríkisreknu miðlana. 

 

Af nokkrum gefnum tilefnum langar mig að lýsa algjöru frati á fréttaflutting Ruv.is varðandi þetta málefni. Ef ég teldi mig ekki yfir slíkt málfar hafin myndi ég segja að þetta væri flest helvítis lygi sem þar kemur fram.  Er ekki alveg að átta mig á hvaðan þeir fá sínar fréttir, trúlega frá ríkissjónvarpinu hér.   Svona svipað eins og að gera algildan sannleik úr fréttum hinnar sovésku Prövdu á tímum kaldastríðsins. Það kemur líka svo berlega í ljós þegar þegar á að fara að þýða fréttir frá þessum heimshluta hvað fólk fólk hefur í rauninn lítinn skilning á  innihaldinu, þó það sé ekki við þýðendur að sakast hvað efnistaka er fátækleg.   

 

Fólk hér er nú alveg passlega bjartsýnt á þessar viðræður sem hér eru að hefjast.  Forsetinn gerði það sem hann gerir best í viðkvæmri stöðu,  nokkuð sem hann hefur mikla reynslu af.  Stingur af og vælir í erlendum  fjölmiðlum og þjóðarleiðtogum yfir því hvað allir eru vondir við hann.  Hann er enn í því að finna sökudólga í stað þess að finna einhvern vitrænan flöt að samningaviðræðum.  Fór til Santiago á fund leiðtoga S-Ameríku ríkja, kemur svo trúlega heim og hraunar yfir flest það sem búið var að gera í hans fjarveru.  Niðurrif er nefninlega hans sérgrein, ekki gott þegar forseti á í hlut.   Sé hann ekki fyrir mér sem hluta af lausninni, því miður.  Og ég sem hefði hiklaust kosið hann sem forseta hefði ég haft atkvæðisrétt fyrir rétt rúmum 2 árum síðan.

 

Annars er allt gott að frétta af okkur, enginn skóli á morgun heldur. Gosið stendur óhreyft inn í geymslu og vatnið í sundlauginni er ágætlega nýtanlegt sem úthaf fyrir frystitogara.

Sem sagt  allt með kyrrum kjörum en mikil spenna í loftinu,

Heyrumst.


BÓLIVIA - Varúd eldfimt

Komið þið sæl. 

Mig langar að benda öllum þeim sem hafa alvöru áhuga á því sem er að gerast hér á Amazónsvæðum Bólivíu og geta lesið annaðhvort sænsku eða spænsku á eftirfarandi tengla. Annars vegar Dagens Nyheter  Stokkhólmi (www.dn.se) eða dagblaðið El País í Madrid (www.elpais.com).  Þá sérstaklega á þessar  2 eftirfarandi  fréttir:  

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148http://www.elpais.com/articulo/opinion/incendio/Bolivia/elpepiopi/20080913elpepiopi_2/Tes   

Fréttirnar sem ég er að sjá í fjölmiðlum heima eru í besta falli þýddar af mikilli vankunnáttu (úr 3. til 4. heimild) og í versta falli hreinlega rangar og villandi.   

Það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast en nú hef ég allavega góða ástæðu til að tjá mig.  Fyrir það fyrsta þá höfum við það alveg prýðilegt, höldum okkur að mestu  leyti heima við enda er ástandið er vægast sagt eldfimt. Þær fréttir sem ég get sagt svona héðan af hlaðinu hjá mér er að krakkarnir hafa ekki farið í skólann síðan á fimmtudaginn vegna þess hve ástandið er ótryggt og við sjáum ekki fram á að senda þau í skólann á mánudaginn heldur. Hérna hafa verið götuóeirðir upp á hvern einasta dag síðan á þriðjudaginn með tilfallandi ránum og gripdeildum. 

Giovanni beið í 3 tíma biðröð til að kaupa dísel fyrir tratorinn í gær. Hann ætlaði að kaupa 600 lt. en fékk bara 100.   Nú er hann búinn af finna einhvern "skuggalegan náunga"  sem ætlar að selja honum og nokkrum öðrum 3000 lt. á 2 til 3 földu verði.  Svarta markaðsbrask í sinni skýrustu mynd. Einnig hafa myndast langar biðraðir til að kaupa bensín. 

Sabrína vildi fara á heimsækja vinkonu sína i dag.  Pabbi hennar sagði við hana að hann gæti þvi miður ekki keyrt hana á meðan  bensínið er ótryggt og skammtað. 

Því er svipað farið með gasið, sem er notað til að elda og til að hita vatn í sturturnar. Sumir eru farnir að höggva í eldivið aftur þar sem gasið er svona erfitt að fá.  Svo er alveg hægt að baða sig með köldu vatni í 30 C stiga hita.

Þá var vatnið var tekið af í gær.  Okkar fyrsta hugsun var sú að þetta væri eitthvað tengt öllum látunum, sem reyndist svo bara móðursýki,  rukum til og settum saman plast sundlaug sem við keyptum fyrir krakkana í byrjun árs og fylltum af vatni fram á kvöld þegar því var hleypt á aftur.  Nú er sundlauginn full ca. 2000 lt. og krakkarnir fatta ekki af hverju þau mega ekki fara ofan í.   Fórum svo  lika og keyptum ca. 80 lt. af gosi, við mikla ánægju heima við, að sjálfsögðu.

 

Eigum matarbirgðir fyrir amk. 1 viku, en þar er ekki skortur enn sem komið. Allir stórmarkadir opnir og fullir af vorum.  Tengdamamma ætlaði heim á morgun en verður hér enn um sinn þar sem allt innanlandsflug liggur niðri. 

Eins og Þið sjáið þá hljómar þetta alls ekki vel.

 

Ég held nú samt ad  fólk sé farið að átta sig á alvöru málsins og mér skilst að þeir aðilar sem eiga hlut að máli ætli að setjast niður og byrja viðræður á morgun.

Sjáum hvað setur.

 

 

mbl.is Boðað til neyðarfundar um Bólivíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

COPAKABANA.

Komidi sael.

Thetta verdur stutt faersla.  Vid Sigurjón erum sem sagt í Copacabana, fórum út á Sólareyjuna í dag og gengum okkur upp ad hnjám.  Fórum hédan í slyddu í morgun (Sigurjón svaf med lambhúshettu í nótt) en svo raettist ágaetlega úr deginum.  Komum í land um kl. 17 og fórum og fengum okkur ad borda.  Thar komu svo advífandi 3 íslenskir drengir sem voru alveg eins hissa og vid ad heyra íslensku vid bordid vid hlidina.  Their eru búnir ad vera á ferdalagi um S-Ameríku í 4 mánudi og geri adrir betur.

Á morgun verdum vid í Tiawanaku rústunum og verdum trúlega naest í netsambandi á seinnipartinn á midvikudaginn.

Heyrumst.


SKIPULÖGD KAOS.

Komi´ði  sæl

Hef lengi ætlað að skrifa ein pistil um stjórnmálaástandið hér en "koksað" á því hingað til fyrst og fremst vegna þess að það er síður en svo einfalt mál að úrskýra þau mál á einhvern rökrænan hátt.  Ætla nú samt að reyna.

En fyrst nokkrar sögulegar staðreyndir.  Bólivia er eina landlukta landið í Suður-Ameríku, (missti ströndina í stríði við Chile 1890),  um 1.000.000 km2 (10 sinnum stærra en Íslandi að flatarmáli).  Þetta land skiptist í u.þ.b. 2/3 hluta lágsléttu og Amazón svæði og 1/3 há fjöll og hásléttur, hæsta borg er í 4100 metra hæð yfir sjávarmáli. Hingað til hefur 2/3 landsmanna búið á háfjallasvæðum þó að það sé nú óðum að breytast.  Landsmenn eru um 9 miljónir.  Langstærsti hluti þeirra eru hreinir indíánar eða beinir afkomendur þeirra.  Stærstu hóparnir eru Aymara og Quechua índiánar í háfjöllunum og Guaraní indíánar á lágsléttunni.  Bólivia og Guatemala eru þau lönd í Suður-Ameríku þar sem hæst hlutfall indíana er hvað hæst.  Þetta er einnig það land sem nýtur þess vafasama heiðurs að vera talið með fátækustu löndum í álfunni ásamt Haití og Guatemala.  Ekki einu sinni Mið-Ameríkulöndin Nigaragua og El Salvador sem áttu í borgarastríði langt fram á 9. áratuginn "skora" jafnhátt á fátækrarlistanum sem tekur tillit til ýmsa þátta s.s. ársmeðaltekjum,  menntunarstigi þjóðarinnar og ungbarnadauða.

Lýðveldi frá 6. ágúst 1825 en nútímalýðræði fyrst frá 10. október 1982. Indíanarnir hafa löngum borið skarðan hlut frá borði þegar kemur að skiptingu auðs og valda.  þeir fengu ekki  viðurkennd allmenn borgararéttindi fyrr en eftir byltingu sem hér varð í apríl 1952.  

Sagnfræðingar í álfunni hafa mikið velt fyrir sér merkingu þessa orðs "bylting" (revolution) og hafa sett fram beiðni til stjórnmálamanna, blaðamanna og annarra sem taka sér gjarnan þetta orð í munn yfir allt og ekki neitt.  Þeir hafa bent á að það geti ekki talist  "Bylting" þegar að einn hálfviti  er felldur af stóli af öðrum hálfvita og ekkert breytist nema þá kannski helst hver stelur úr ríkiskassanum. Til þess að hægt sé að nota orðið bylting þá verði að koma til "grundvallarbreyting á innviðum stjórnkerfis viðkomandi lands". Skv. þessari skilgreiningu hafa aðeins orðið 3 byltingar í álfunni á sl. öld.  Mexikanska byltingin 1911,  byltingin sem hér varð 9. apríl 1952  (synd að hún skyldi renna út í sandinn ein fljótt og raun bar vitni) og bylting Fidels Castró og félaga á Kúbu 1. janúar 1959.

Hér á eftir fara nokkrar sögulegar staðreyndir varðandi ástandið fyrir fyrrnefnda byltingu:

Allt ræktað land var í höndum stórra landeigenda. þeir sáu enga ástæðu til að fjárfesta í tækni eða öðrum framförum,  índíanarnir fylgdu jörðunum og voru öruggt og umfram allt ódýrt vinnuafl. Thessar jardir voru thar ad auki nánast verdlausar á almennum markadi ef vinnuaflid fylgdu ekki med. Það skal tekið fram að allt þetta ræktaða land var upp á hásléttunum og dölum þar sem láglendið (Amazón hlutinn) var ennþá ósnert.

Allar námur, en landið var á þessum tíma ríkt, aðallega af silfur- og tinnámum en einnig gullnámum voru í eigu 3 manna, hér í daglegu tali kallaðir "Stálbarónarnir" (Aramayo J., Hoschild M. og Patiño S.). Allir höfðu þeir fjölskyldur sínar staðsettar í Evrópu, Sviss og Englandi.  Af þessum námum voru gríðarlega tekjur sem runnu óskiptar í erlendra banka.

Aðeins um um 10% landsmanna bjuggu í borgum, ekki fyrirfannst nein raunverulega borgarastétt með neina kaupgetu að ráði.  og voru það aðallega  handverksfólk smiðir og fl. en einnig fjölskyldur stóru landeigendanna.  Sagnfræðingar hafa bent á að eiginleg launþegastétt hafi ekki myndast fyrr en eftir 1952. 

Índíánar sem flestir eða allir bjuggu í sveitum voru upp á náð  og miskunn landeigandas komnir höfðu ekki kostningarétt, eignarétt og höfðu ekki kost á lágmarksmenntun. 90% af þjóðinni var ólæs og óskrifandi lengi fram eftir. Ólæsi er enn 85% á afskekktari stöðum.  Stór vandamálí nútimanum  er einnig að mörg indíanamálanna eiga ekki skrifmál og margir tala ekki spænsku, geta þar af leiðandi ekki lært að lesa nema læra spænsku fyrst.

(Hérna brann tölvan yfir, stadfest af vidurkenndum Hewlett Pacard vidgerdarmanni, afgangurinn med úttlensku lyklabordi).

Í byltingunni 1952 breyttist eftirfarandi.

-  Índíánar (og konur) fengu kostningarétt og almenn mannréttininni.

Thá gilti einu hvort fólk kunni ad lesa eda hvort thad taladi spaensku ad einhverju viti. Vil benda á thad ad fólk sem er ekki í neinu sambandi vid umheiminn fyrir utan sitt afskekkta fjallathorp á afskaplega erfitt med ad nýta sér kostningarrétt sinn á vitraenan hátt sem svo eykur líkur á svindli og  "manipulasjón" atkvaeda. 

-  Námurnar voru ríkisvaeddar.  

Á theim tímapunkti voru thaer nánast útbrunnar og thad ásamt slaemum rekstri og algjöru falli á heimsmarkadsverdi á tini langt fram á 6. áratuginn gerdu thad ad verkum ad med tímanum urdu thaer adallega byrdi á hinu nýja ríki.

-  Skólaganga allra barna óhád kyni og kynthaetti var lögbundinn.  Gott mál. 

Sá var thó gallinn á, ad enginn sá fyrir ad  8-9 föld fjölgun skólabarna (índíánar voru 80-90% thjódarinnar) krefdi ríkid um baedi aukinn fjölda nýrra skóla og kennara, sem og nýjar kennsluadferdir thar sem faestir hinna nýju nemenda töludu spaensku. Fyrir thessu var ekki innstaeda og menntakerfid var í algjörri upplausn nokkur ár á eftir.  Upp úr thessum hremmingum risu svo einkaskólar fyrir börn broddborgara sem hafa vaxid og dafnad á medan ad ríkiskerfid hefur ekki borid sitt barr sídan. 

- Stórar Jardir voru gerda upptaekar af staerri landeigendum og fengnar í hendur fólkinu/índíánunum sem bjuggu á jördunum og raektudu landid.

Stóri feillinn sem gerdur var, var sá ad folk fékk engar löggilta pappíra upp á eignarhald á thessum jördum, thví var bara sagt ad svo lengi sem their raektudu jördina thá vaeri hún theirra eign.  Jardirnar var hvorki haegt ad selja (til ad koma í veg fyrir ad their "stóru" gaetu keypt thaer aftur) eda vedsetja (tharna er lagaglufa enn thann dag í dag, jardir er EKKI haegt ad vedsetja vegna lagaskorts)  Thar med var fólk komid í eins komar "átthagafjötra" og algjörlega upp á sjálft sig komid í fyrsta sinn í margar kynslódir.  Enginn landeigandi sem gat bjargad thví a.m.k. um matarleifar.

Faestir áttu kapital til ad byrja ad raekta landid, enga taeknilega hjálp ad fá, uppskera brást (madur faer enga kartöflu uppskeru ef ekki er búid ad setja nidur) og örbyrgdin jókst. Thetta var byrjunin á fólksflótta úr vanthróudun sveitum landsins sem ekki enn sér fyrir endan á.  Thar ad auki braut thetta í bága vid fornar lífsvenjur Aymara og Quechua indíána sem voru vanir thví ad vinna saman í einskona "samyrkjubúastíl" thaer sem thorpid (ayllu)  allt átti jardirnar í sameign.  Thessar lagabreytingar voru teknar beint upp úr Mexikönsku byltingunni 1911 ("Copy/paste") og ekki lagadar ad stadháttum

Thad skal tekid skýrt fram ad thaer jardir sem eru frjósamastar í dag í austurhluta landsins voru ekki inni í thessu "díl".  Thar var bara skógur "vatns-, vega-, og rafmagnslaus byggdur ad mestum hluta af aettbálkum sem voru ekki í neinu sambandi vid umheiminn. Thetta á vid um eru 3 sýslur (Santa Cruz, Beni og Pando) Thar/Hérna snúast hjól efnahagslífsins í dag en "menningin" hélt ekki inreid sína fyrir en 1954 thegar vegur var gerdur í fyrsta sinn milli háfjallanna og Sta. Cruz.  Althjódaflugvöllurinn Viru Viru var vigdur 1972 og eftir thad fóru hjólin ad snúast í alvöru. 

Háfjallasvaedin eru hinsvegar enn föst í fjötrum fortídarinnar.

Held ad ég verdi ad hafa á thessu framhald "ef áhugi er fyrir hendi" komment óskast endilega.   Er kominn fram til 1962.  Herstjórn kominn á og byltingin ad mörgu leiti runnin út í sandinn.

Heyrumst fljótlega.

 


Vegna taeknilegra ördugleika......

Komidi sael.

Thad á ekki af okkur ad ganga í taeknimálunum.  Núna thegar vid erum loksins komin med internettengingu af adgang ad Skypi, neti, íslensku lyklabordi og möguleika á ad setja myndir á netid.....  thá thekur tölvan uppá thví ad deyja,  hef grun um ad hún hafi brunnid yfir.  Vid keyptum Hewlett Pacard fartölvu ádur en vid fórum frá Svíthjód, og spádum mikid í thad hvort vid aettum ad kaupa hana eda ekki, létum thad svo eftir okkur. Hef hreinskilnislega ekki trú á thví ad hér sé einhver sem getur lagad hana. Hvílíkt ergelsi.  En svona er nú thad.  Var  meira en hálfnud med faerslu um stjórnmálin hér (sem eru öfgafyllri en besti thriller) en sé ekki fram á ad geta klárad hana í nánustu framtíd, thar ad auki ekkert spennanandi ad lesa slíkt á íslensks lyklabords.

Reynum ad bjarga thessu á einhvern veg í nánustu framtíd.

Bless í bili.


HÚN Á AFMÆLI Í DAG.

'Eg get ekki talist beint truúð, í klassíkum skilningi en ég er viss um að hvert og eitt okkar á sinn verndarengill einhversstaðar "þarna uppi".  Það fer svo eftir hverjum og einum hverning, eða yfir höfuð hvort samband næst við "gripinn".  'Eg veit hver minn engill er og hvað hún heitir, held þvi bara fyrir mig.  

Það eru hins vegar fáir jafnheppnir og við að eiga líka engil hér jörðinni.  Börnin mín elska hana út af lífinu og ég er svo óendanlega þakklátt fyrir alla þá þá ómetanlegu hjálp sem sem hún og Kalli hafa veitt okkur á sl. árum. Kynni okkar hófust þegar vid fluttum austur á Djúpavog í nóvember 2003 og hún tók að sér að passa tvíburana mína sem þá voru 10 mánaða gamlir.  Fljótlega kom í ljós að Kalli tók ekki síður þátt í barnauppeldinu en hún.  Það gerðu þau bæði af slíkri hjartans ást og umhyggju sem gekk svo langt út yfir alla venjulegri skyldurækni. Maður verður auðmjúkur og orðavant þegar börnin manns njóta slíks aðbúnaðar hjá vandalausum.  Með okkur þróaðist svo innilega vinátta sem að ég er fullviss um að heldur þrátt fyrir langar vegalengdir.

Þegar við vorum flutt til Svíþjóðar voru þau hjá okkur í 2 mánuði, (Kalli gekk úr vinnu í 2 mán.!!) þegar þau vissu að ég þurfti á þeim að halda. Þetta gerði hún vitandi það að hún er geysilega flughrædd, en lagði það á sig.  Þar kenndi Kalli strákunum að hjóla og þeir minnast hans í hvert sem þeir stíga upp á hjólin.  Þeir sakna líka kleinanna og ástapunganna hennar og skilja ekki alveg af hverju hún getur ekki bara "sent þeim nokkra poka". Ég reyni að skýra það út, í hvert skipti sem að umræðan kemur upp að  málið sé ekki alveg svo einfalt.  Hingað ná engar "kleinuhraðsendingar".

Allavegana...Elsku BJÖRG okkar innilega til hamingju með daginn, njóttu hans þrátt fyrir kvefpestina. 


KOMIN MEÐ INTERNET OG ÍSLENSKT LYKLABORÐ

Nú hef ég ekki lengur afsökun fyrir ad setja ekki inn myndir og hafa færslurnar reglulegri.   Sé ekki annað en það sé ágætis hraði á þessari tengingu en ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við miklu svona fyrirfram.   Svo kemst Skype-ið í notkun fljótlega.

Heyrumst mjög fljótlega.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Fjóla Björnsdóttir

Höfundur

Fjóla Björnsdóttir
Fjóla Björnsdóttir

Fjóla Björnsdóttir. Læknir. Búsett í Bólivíu. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2011 Andrés og fótboltamót 040
  • 2011 Andrés og fótboltamót 041
  • 2011 Andrés og fótboltamót 031
  • 2011 Andrés og fótboltamót 029
  • 2011 Andrés og fótboltamót 020

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 25116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband